Hlín - 01.01.1954, Page 136
134
Hlín
námsgreinum, sem báðum væru kendar, t. d. sameiginlegra fyr-
irlestra um almenn efni.
Algeng heimilisstörf átti að vinna þar og verða nemöndunum
síðar að gagni, þegar kæmi út í heiminn, og á sumrin mátti svo
láta stúlkurnar vinna þau útiverk, sem ella yrði að láta kaupa-
fólk vinna. — Vinna þeirra átti þá að koma upp í kostnaðinn
við kensluna. — Þær áttu líka að læra tóskap, sauma og gera
önnur þau heimilisstörf, sem unnin eru á íslenskum fyrirmynd-
arheimilum. — Námstíminn átti að vera þrjú ár, svo þær hefðu
ekki aðeins sjeð fyrir sjer, hvernig verkin væru unnin, heldur
orðið leiknar í að vinna þau sjálfar, og væru hæfar til að kenna
þau öðrum, þegar heim kæmi, — hefði bæði lærst að hlýða og
segja öðrum fyrir verkum. — Landið skyldi sjá dætrum sínum
fyrir nauðsynlegri kenslu, en þær skyldu verja nægilegum tíma
til þess að njóta hennar......
Sitt af hverju.
Einn starfsdagur húsmóður í sveit.
Það er hljótt um störf einyrkja sveitakonu nútímans, þar sem
hinar háværu raddir og kröfur um breytta heimilishætti hafa
orðið á undan tækninni til að ljetta störfin, og mikill aðstöðu-
munur er það hjá sveitakonunni í dag, sem verður að vera alt
í senn, móðir, húsmóðir og þjónustustúlka, eða stjettarsystrum
hennar fyrir 30—40 árum, sem höfðu 3—4 vinnukonur, og voru
því sem drottningar í ríki sínu.
Það er ekki svo lítið starf, sem hvílir á herðum húsmóðurinn-
ar, sem verður ein að annast heimilishaldið alt árið, svo sem
þvotta, húsþrif, matargerð, þjónustubrögð og jafnvel fatagerð
ýmsa.
Hrædd er jeg um, að sumarfríið farist fyrir hjá sumum þessara
kvenna, því með vorinu fjölgar í bænum, þá koma litlu sumar-
gestimir, kaupstaðabörnin, og eru þau oftast til ánægju og
yndisauka, en frá þeim verður ekki hlaupið í sumarfrí. —
Sveitakonan hugsar því sem svo: „Mjer er bönnuð útsýn öll
um andans víða geim. Jeg verð að lúta starfi og striti og standa
fast í sporum þeim.“
Við skulum nú athuga einn starfsdag húsmóður í sveit, það
er ekki víst, að það sje ómerkara en annað, sem skrifað og
skrafað er inn: