Hlín - 01.01.1954, Page 138
136
Hlin
og kvenna, sem að hljóðnemanum koma, og sem hún er mót-
tækileg fyrir.
Já, þeir miðla okkur af þekkingu sinni þessum fávísu dala-
börnum.
Þá er nú dagsstarfinu lokið, og dagskráin á enda, segir okkar
ágæti Pjetur þulur. — Þjóðsöngurinn hljómar, og hvetur okk-
ur til þakkargerðar og bænar til hans, sem öllum vakir yfir, og
blessar okkur með styrkri hendi sinni.
Himneski faðir, lof og þökk sje þjer fyrir hvern þann dag,
sem þú gefur mjer heilsu til að starfa fyrir heimili mitt og
skyldulið!
Sveitakona.*
Rannveig Gunnarsdóttir, Útskálum, Kópaskeri, skrifar haust-
ið 1953: Síðastilðið vor eignaðist jegkæliskáp, sem er með nokk-
uð öðrum hætti en þeir venjulegu. — Hann er knúinn með olíu,
en að öðru leyti mjög líkur rafknúnum skápum, nema nokkru
minni en þeir venjulegustu. — ,,Rafha“ í Hafnarfirði framleiðir
þá. — Kaupverð skápsins var í vor um 3400,00 kr., en hingað
kominn 3550,00 kr. með flutningi og umbúðum. — Hann eyðir
tæpum 5 lítrum af steinolíu á viku, og þarf aðeins vikulega að
líta eftir honum.
Þetta heimilistæki er eitt það besta, er jeg hef eignast, hefur
þann stóra kost að geta staðið hvar sem er, og er óháður öllu
rafmagni.
Ósk mín er sú, að sem flestar húsmæður, sem ekki eiga því
láni að fagna að hafa stöðugt rafmagn, geti eignast þetta þarfa
heimilistæki.
Handhæg Loftræsting. — Ekki man jeg hvenær það var, eða
í hvaða sveit, sem jeg kom auga á þessa hentugu og einföldu
loftræstingaraðferð fyrir einum 20 árum síðan, á ferðum mínum
um Norðurland. — En þegar jeg fór að lagfæra kotið mitt hjer:
Móland í Glerárþorpi, fyrir 14 árum, tók jeg hana að sjálfsögðu
upp, og hún hefur reynst vel.
Það var gaman að vinna að þeirri endurbyggingu og lagfær-
ingu. — Jeg hugsa oft til þeirra í Bústaðahverfi og Kópavogi,
sem nú eru að klöngra upp kofa yfir höfuðið á sjer! — Hver veit
nema þeir geti notfært sjer þessa einföldu loftræstingaraðferð.
Jeg fjekk kunningja mína, konur og krakka, í lið með mjer:
Við. tíndum grjót á eyrum Glerár í „púkk“, möluðum mó í
* í dagskrána vantar aðeins litla hvíldarstund. Sbr. grein dr.
Helga Tómassonar í „Hlín“ 16. árg.: „Þreyta og hvíld“. — Ritstj.