Hlín - 01.01.1954, Qupperneq 143
Hlín
141
hvert glingur, enda oft skammvinn ánægja af slíku. — Jú, mjer
datt nokkuð í hug:
Drengirnir áttu tuskubrúður (karla), sem þeir.fengu, þegar
þeir voru litlir. — Nú voru „karlagreyin" orðin skinnlausir á
höndum og fótum, og víst líka eitthvað farnir að losna í hálslið-
unum, og var búið að taka þá úr umferð. — Fyrir umrædd jól
tók jeg mig til, bjó til nýtt skinn á greyin, og annað sem þurfti,
til þess að yngja þá upp, gerði svo handa þeim jakkaföt, sem
voru í aðalatriðum eins og venjuleg karlmannsföt, t. d. jakkinn
hnepptur að framan, svo þeir gátu sjálfir klætt sig og afklætt,
einnig vasar, og meira að segja brjóstvasi með hvítum klút í. —
Buxurnar með stífpressuðum brotum! — Svo var smíðað rúm
og útbúin í það rúmföt.
Alt varð þetta að gerast í pukri, og var það stundum óþægi-
legt.
Nú í vetur spurði jeg dréngina eitt sinn að því, að hverju þeim
hefði þótt mest gaman af því, sem þeir hefðu fengið á jólunum,
frá því þeir myndu fyrst eftir sjer. — Þeir svöruðu: „Að körl-
unum í jakkafötunum.“
Þegar eldri drengurinn fór fyrst í skóla, fanst hinum einmana-
legt heima. — Hann var þá 8 ára. — Fyrsta morguninn neitaði
hann að klæða sig nema jeg Ijeti hann hafa eitthvert verkefni að
fást við, þegar hann kæmi á fætur, úr því hann ekki gat leikið
sjer með bróður sínum. — Jeg var áður búin að kenna honum
krosssaum, svo mjer datt helst í hug að láta hann hafa eitthvað
að sauma. — Nú var svo ástatt, að jeg hafði ekki handbært
garn, nema þá band með sauðalitunum, en jeg átti tog í poka,
sem jeg nú sótti og valdi úr fallega svart og hvítt tog, spann
nokkra nálþræði, ljet hann svo sauma smárós í striga. Rósin
hvít og fylt upp með svörtu. — Þegar þessi litla rós var búin,
var bætt við fleiri rósum, þangað til komið var sessuborð. —
Sessan sómir sjer furðuvel, þrátt fyrir svona efni, og víst var
um það, að þetta veitti drengnum marga ánægjustund. — Hann
sat oft við að sauma tímunum saman, meðan jeg var hingað og
þangað að sinna verkunum.
Smákorn frá breiðfirskri konu: Of oft berast frjettir um það,
að orðið hafi slys af því, að olíu eða bensíni er helt í eld. — Mjer
dettur oft í hug, hve mikill óþarfi sje að gera þetta. — Þegar jeg
kveiki upp eld, þá tek jeg litla tusku, vöðla henni þjett saman,
gegnvæti í olíu og sting henni svo undir eldiviðinn í eldavjel-
inni, kveiki svo í tuskunni. — Hafi maður vel þurkuð sprek,
gða annað því líkt, þarf ótrúlega lítið af olíu t.il uppkveikju. —