Hlín - 01.01.1954, Side 147
Hlín
145
mál. — Það er víst óhætt að fullyrða, að íslensku prestarnir tali
góða íslensku á stólnum, ekkert við það að athuga. — En það
er einkennilega algengt að heyra presta, bæði þá sem tala í út-
varp og annars, hafa þann leiðinlega sið að fella stafi framan af
orðum segja t ,d. ann og ún, í staðinn fyrir hann og hún, ðað og
ðá, í staðinn fyrir það og þá. — Þetta lætur óþægilega í eyrum.
— Furðulegt að þeir, sem kenna prestum framburð, skuli ekki
fyrir löngu hafa leiðrjett þessa villu.
Frá Herning á Jótlandi, vinabæ Siglufjarðar. Dönsk kona
skrifar: Jeg var ein af þeim Dönum, sem heimsóttu Siglufjörð
sumarið 1951. — Við fengum að sjá margt og mikið á ferð okkar
um landið.... Þær eru svo yndislegar litlu, íslensku sveita-
kirkjurnar með blárri hvelfingu í kórnum og gyltum stjömum.
— Mig dauðlangaði til að syngja einsöng í þeim, jeg veit það
hefði hljómað vel.
Við erum öll ákaflega hrifin af íslandi og fslendingum. — Jeg
er nú að ráðgera ítalíuför í júní, en ef jeg hefði átt kost á fs-
landsför, hefði jeg kosið hana heldur. — Jeg er altaf að prjedika
fyrir fólki, að það taki sjer íslansdför fyrir hendur heldu en
einlægar hópferðir til Suðurlanda.
Hvar er fegurra og víðara útsýni, hreinna loft, fegurri litir? —
Hvergi. —
Já, við elskum öll ísland og íslendinga, og erum ákaflega
þakklát fyrir viðtökumar.
Lífið er dásamlegt. — Þegar jeg var á gangi um garðinn minn
í vorkuldunum nú fyrir skemstu, og sá hvemig nýgræðingur-
inn barðist fyrir lífi sínu hvar sem afdrep var, og hvernig brum-
in á ungviðinu voru tekin að þrútna, þrátt fyrir frostin á nótt-
unni og næðinginn á daginn, þá rifjaðist upp fyrir mjer atvik,
sem skeði fyrir nokkrum árum, og sem nú skal frá greint:
Jeg var ein heima í bænum, piltarnir fjai*verandi, en börnin
úti við. — Alt í einu heyri jeg mjög hröð fótatök nálgast og því
næst hrópað í miklum ákafa: „Mamma, mamma! Elsku mamma
mín! Komdu fljótt, fljótt! Hún Gullinhyrna er að drukkna í
læknum!“
Börnin áttu að láta inn nokkrar kindur, eftir að þær hefðu
vatnað sjer úr læk, sem var skamt frá húsunum. — En vegna
hríða og frosta undanfarið var farið að þrengja mjög að hon-
um. Sumstaðar háir klakabakkar og þá nokkuð djúpt ofan í
vatnið. — Sumstaðar mynduðust gjótur, og við eina slíka var
það, sem óhappið vildi til, þannig, að ein ærin, sem nefnd var
10