Hlín - 01.01.1954, Page 156
154
Hlin
Heiðin.
Jeg bý á heiði við hríðarbyl,
við hlíðar grænar og vatna-spil,
við sólarglitið og söngvaóð,
er svífa fuglar um loftsins slóð.
Jeg bý við raddir í runni og mó,
við roða-ský og við djúpan snjó.
Jeg bý við lindanna lága hjal,
er ljúft við sál mína eiga tal.
Það er svo gaman um grund og hól
í glöðum vindi við heiða sól,
þá fellin laða og frelsi tjá:
„ef festir bygð þína okkur hjá.“
En þegar vetrarins hrjúfa hönd
sín hörðust reyrir klaka-bönd,
þá vonin dvínar, og viðnám þver
að vera alla tíma hjer.
En hvert sem leið mín liggur,
langt eða skamt frá þjer,
til þín, heiði, hugur minn
hraðbyri löngum fer.
Margrjet R. Jóhannesdóttir, Laugaseli.
Kveðið við fráfall móður:
Það skildu þig svo fáir, þitt skart bjó inst í sál,
það skilja jafnan fáir þá sem þegja.
Það skilst alt um síðir, það er skapadómsins mál.
það skiljast allir best, þegar þeir deyja.
f. S.