Valsblaðið - 01.05.2009, Page 8

Valsblaðið - 01.05.2009, Page 8
Hörður Gunnarsson formaður Knatt- spyrnufélagsins Vals við minnisvarða afsr. Friðriki Friðrikssyni sem reistur var 1995 við fœðingarstað hans, Háls í Svarfaðardal. í boltagreinunum eða oftar en nokkurt annað félag á íslandi. Fjölbreytt starfsemi að Hlíðarenda Auk þess að reka öflugt íþróttastarf að Hlíðarenda hafa ný og glæsileg mann- virki aukið möguleika okkar á að reka ýmsa útleigustarfsemi félaginu til stuðn- ings. Lætur nærri að milli 100-150.000 gestir heimsæki Hlíðarenda árlega. Gerð- ur var nýr og endurbættur samningur við Múlakaffi um veitingarekstur sem og að samið var við Danssmiðjuna um áfram- haldandi veru með starfsemi sína að Hlíðarenda en einnig bættist við Dans- skóli Jóns Péturs og Köru. í haust var svo gengið frá 5 ára samkomulagi við Háskólann í Reykjavík um afnot skólans af húsnæði Vals til bóklegrar og verklegr- ar kennslu en samningar sem þessir er lúta að betri nýtingu á mannvirkjum auka verulega við líflega starfsemi félagsins og glæða Hlíðarenda enn frekara lífi. í vor og sumar var starfrækt Virkni- setur í samstarfi við borgina, en það var vinnuheiti á starfsemi sem opnaði atvinnulausum aðgang að aðstöðu til íþróttaiðkunar þeim að kostnaðarlausu. Þessi starfsemi gekk vel og fjölgaði þeim sem þessa þjónustu nýttu með hverri vik- unni. Starfsemi almenningsdeildar fer stækkandi með hverju árinu og nú kem- ur reglulega saman í viku hverri stór hópur hlaupara sem nýtir sér þá einstöku aðstöðu sem Öskjuhlíðin, Nauthólsvík og fleiri staðir í nágrenni Hlíðarenda bjóða upp á til hreyfingar og útiveru. Breytingar á aðkomu að Hlíðarenda Eins og gestir sem heimsækja Hlíðarenda hafa reynt á eigin skinni er aðkoma að félagssvæðinu ekki eins og best verður á kosið. Það sama má segja um bílastæði sem eru langt frá því að vera nægjanlega mörg til að hýsa þá gesti sem viðburði á vegum félagsins sækja. Nú horfir þetta til betri vegar með tilkomu Hlíðarfótar og breikkunar Flugvallarvegar. Heimkeyrsla verður beintengd Hlíðarfæti ásamt því að að- og fráreinar verða af Flugvallarvegi án ljósa. Því verður hægt að komast að og frá Hlíðarenda til vesturs eftir Hlíð- arfæti ásamt aðkomu og frákeyrslu eftir Flugvallarvegi. Að auki verða gerð und- irgöng undir Flugvallarveg og í Öskju- hlíð sem tengd verða göngustígum að Hlíðarenda. Ennfremur hafa verið útbú- in til bráðabirgða bflastæði fyrir 300 bif- reiðar við enda grassvæðisins sem leysir brýnasta vandann. Það er fagurt um að litast á Hlíöarenda í haustkyrrðinni. Aðkoman að Hliðarenda og bílastœðamál lagast fljótlega. Akafir ungir stuðningsmenn Vals í handbolta. Dóra María veitir ungum aðdáendum eiginhandaráritun eftir leik. 8 Valsblaðið 2009
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.