Valsblaðið - 01.05.2009, Page 17

Valsblaðið - 01.05.2009, Page 17
Hver er Valsmaðurinn? vinstri: Theódór Guðjinnsson þjálfari, Ólafur Stefánsson, Theódór Hjalti Valsson, Dagur Sigurðsson, Einar Örn Birgisson, Valur Örn Arnarson. Fremri röð frá vinstri: Óskar Bjarni Óskarsson, Valgarð Thoroddsen, Þórarinn Ólafsson, Sveinn Sigfinnsson og Halldór Halldórsson. Blöndal var alltaf að bjóða í kökupartí og fleira og strákarnir hittust svo endalaust fyrir utan æfingatímann. Teddi þjálfari tók þetta líka upp og lét okkur í raun eiga frumkvæðið að svona félagsskap utan æfingatíma. Reynslan hefur kennt mér að við þjálfarar megum ekki taka frum- kvæðið af leikmönnum hvað þetta varð- ar því þetta skapar miklu fleiri og sterk- ari leiðtoga innan hópsins. Við fórum að keppast við eldri strákana um uppákomur og þannig skapaðist gríðarlega sterk liðs- heild sem var ósigrandi. ’73 árgangurinn tapaði ekki leik þegar við vorum á eldra ári í 5.- 4,- 3.- og 2. flokki. Það munaði reyndar litlu að við töpuðum úrslitaleik fyrir Fram í 4. flokki en þá var Heimir Ríkarðsson, sem þjálfar með mér í dag, að þjálfa Fram. Við vorum þremur mörk- um undir og ein og hálf mínúta eftir. Við jöfnuðum og unnum síðan í framleng- ingu. Þetta var ógleymanlegur tími. Átta leikmenn úr ’73 kjarnanum spiluðu með meistaraflokki og næstum jafn margir með yngri landsliðum íslands. Þeir sem náðu lengst voru Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson sem eiga báðir vel yfir 200 landsleiki. Sjálfur lék ég nokkra leiki með 16 ára og 18 ára landsliðinu. - Hvernig þjálfari var Theodor Guðfinnsson? „Hann var frábær þjálfari. í viðtölum hefur Ólafur Stefánsson oft þakkað hon- um fyrir góða þjálfun. Teddi var stöð- ugt að bæta við sig þekkingu enda ekki auðvelt að þjálfa sama hópinn í átta ár. Við fórum þrisvar í æfingaferð til Ítalíu undir hans stjórn, reyndar að frumkvæði og undir fararstjórn Magnúsar Blön- dal í fyrstu ferðinni, 1988. Þetta þjapp- aði hópnum ótrúlega vel saman. Teddi var mikill kennari og félagi og hefur ver- ið ómetanlegur vinur. Þótt það hljómi ótrúlega var enginn í okkar sterka liði úr Hlíðarskóla. Við komum héðan og það- an. Sem dæmi um samstöðuna í hópn- um þá mættum við niður að Hliðarenda þótt æfingar féllu niður. Þess í stað æfð- um við bara með meistaraflokki kvenna og hvenær sem salur var laus vorum við mættir, þjálfaralausir á aukaæfingar. Við bjuggum til okkar eigin leikkerfi, settum upp stangir til að geta tekið „fintur“ og gerðum það sem þurfti til að verða betri. Óli Stefáns tók mikið stökk í þroska á yngra ári í 3. flokki. Það tognaði vel úr honum og hann varð mjög sár yfir því að hafa ekki verið valinn í 40 manna lands- liðsúrtak stráka í 3. flokki. Hann kom engan veginn til greina í hópinn. Upp frá því hóf hann að leggja mikið á sig auka- lega. Hann bjó yfir frábærri tækni, bæði í handbolta og fótbolta, var grannur og hávaxinn en ekki skapstór. En það kom ekki mikið út úr honum fyrr en hann hóf að æfa aukalega. Við komust í úrslita- keppnina í 3. flokki og þar skoraði Óli 7 mörk að meðaltali í leik. Hann hóf að mæta á æfingar með lóð á ökklunum og ætlaði sko að sýna þessum landsliðsgaur- um hver ætti að vera í landsliðshópnum. Hann varð allt í einu gjörólíkur leikmað- ur. Hann var farinn að pæla í leikkerf- um Sovétmanna og lá yfir spólum. Hann setti kerfin upp með okkur og síðar áttu flest lið í meistaraflokki eftir að gera slíkt hið sama sem og landsliðið. Liðsheildin frá Rússlandi heillaði hann. Ég var sjálf- ur mjög áhugasamur á þessum árum en Óli var ótrúlegur. Hann sýndi mér þessa leiki með Sovétmönnum, stoppaði spól- una reglulega til að sýna mér leikkerfi og hann lærði af þeim bestu. Hann horfði líka mikið á S-Kóreumenn sem voru hvað tæknilega bestir, með flottar fintur þannig að hann vildi endalaust að bæta við sig. Teddi þjálfari leyfði honum að njóta sín með nýjungarnar enda naut lið- ið góðs af áhuga hans. Óli setti inn tvö leikkerfi á þessum árum sem allir voru sáttir við. Þegar Óli var sautján, átján ára og vildi styrkja sig og bæta við sig snerpu, talaði hann við Stefán Jóhannsson frjálsíþrótta- þjálfara en þá var enginn handboltamaður í slíkum pælingum. Stefán kenndi honum „clean“ og fleira sem flestir boltaíþrótta- menn stunda í dag. Hann dró mig í jóga með afa sínum og við sátum þrír og önd- uðum og teygðum á víxl. Það var vitan- lega gert grín að þessu en ég fann stór- an mun á mér. Ég átti yfirleitt erfitt með einbeita mér í skóla en þegar ég stundaði jóga og náði að stjóma önduninni gekk mér miklu betur, náði miklu betra jafn- vægi í skólanum og boltanum. Þegar Óli fékk tækifæri með meist- araflokki í kringum 1991 slakaði hann ekkert á varðandi lyftingaæfingar. Hann sagðist vera 70 kg og ekki eiga neina möguleika gegn þeim bestu nema þyngj- ast og styrkja sig. Það stoppaði hann ekk- ert enda hugsaði hann langt fram í tím- ann. Þegar hann var enn að leika með 2. flokki, samhliða því að Ieika með meist- araflokki, notaði hann stundum leikina með 2. flokki til að æfa ákveðna þætti. f einum leik ákvað hann að skjóta bara í skrefinu, í næsta leik að þróa sending- ar inn í hornið og svo framvegis. Stund- um gleymdi hann sér í þessu og þeg- ar við vomm kannski undir í leikjum báðum við Óla að bíða með tilraunirnar Valsblaðið 2009 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.