Valsblaðið - 01.05.2009, Side 18

Valsblaðið - 01.05.2009, Side 18
Á opnunarhátíö Ólympíuleikunum í Pek- ing 2008, Gunnar Magnússon þjálf- ari HK og tœknimeistari landsliösins og Óskar Bjarni Óskarsson ásamt afrískum handboltaáhugamanni. og hjálpa okkur til að vinna leikinn. Þá gerði hann það. Hann þróaði því nýja og skemmtilega hluti í 2. flokki sem áttu eft- ir að nýtast honum í meistaraflokki.11 - Þegar kom í ljós hversu frábær íþróttamaður Ólafur var, skildir þú þá hversu gríðarlega miklu máli skiptir að æfa aukalega og leggja sig alltaf 100% fram? „Vitanlega kemur þessi árangur hans mér ekki á óvart því við vorum sam- an öllum stundum. Ég náði að kroppa aðeins í þetta allt með honum. Þegar við fórum að stunda lyftingar samhliða hand- boltanum sá ég hvað hann hafði fram yfir okkur hina. Það var sjálfsagi. Ef við átt- um að gera 7 endurtekningar, tók hann alltaf 1-2 fleiri. Og hann teygði alltaf lengur en við hinir. Ef ég var tímabund- inn sleppti ég einhverju en hann klár- aði alltaf sitt. Ég prófaði allt með hon- um og hann hvatti mig sífellt til dáða en á þessum árum byrjaði ég að finna til í hnjánum og þau eymsli hafa háð mér síðan. Þessi gríðarlega löngun Óla til að læra eitthvað nýtt dró hann áfram og vit- anlega sé ég eftir því núna að hafa ekki elt hann upp á hvem einasta dag, fómað öllu. Þótt ég hafi verið tæknilega ágæt- ur í handbolta hefði ég samt aldrei get- að náð sama árangri í handbolta og Óli, þótt ekki nema vegna líkamlegs atgervis. Það er aldrei nóg að gera það sem þjálf- ari leggur upp með ef leikmenn ætla að skara fram úr. Þeir sem skara fram úr æfa miklu meira en aðrir. Helstu mistökin sem ég gerði, ef hægt er að tala um mis- tök, er að ég byrjaði að þjálfa þegar ég meiddist. Og ég hef verið á þeim vett- vangi síðan. Þeir sem þjálfa af ástríðu þurfa að gæta þess að leggja ekki of mikið á iðk- endurna. Þá meina ég að krefjast þess að þeir dæmi fyrir félagið, hjálpi endalaust til og fleira í þeim dúr. Þá má ekki kaf- færa efnilega krakka, sem hafa alla burði til að ná frábærum árangri, á öðrum vett- vangi. En engu að síður er nauðsynlegt að hlúa að öllum þáttum félagsstarfsins. Það er félagi eins og Val gríðarlega mik- ilvægt að ala upp efnilega þjálfara, dóm- ara og félagsmenn eins og íþróttamenn. Þetta styður allt hvert annað. Ég kaffærði sjálfan mig í öllu þessu en hugsanlega líka vegna þess að ég fann að ég átti mun meiri framtíð sem þjálfari en leikmaður. Ég byrjaði 16-17 ára sem aðstoðar- þjálfari hjá Valdimar Grímssyni sem þjálfaði meistaraflokk karla. Ég var reyndar enn að spila á þeim árum en sífellt meiddur. Það var frábært að geta eytt orkunni í þjálfun. Ég lærði mjög mikið og tel Valdimar einn af betri þjálf- urum á íslandi. Hann hefur skemmtilegar hugmyndir um handbolta, er áræðinn og sókndjarfur. Þeir sem þekkja Valda vita að hann getur farið aðeins fram úr sér en slíkir karakterar eru nauðsynlegir. Það er eftirsjá í honum sem þjálfara." - Var Magnús Blöndal svona einstakur eins og menn halda fram? „Maggi Blöndal þjálfaði okkar fyrstu tvö árin. Ég leit gríðarlega upp til hans enda var hann einstakur maður og þjálf- ari. Hann var algjörlega mín fyrirmynd að Hlíðarenda. Ég elskaði það þeg- ar hann mætti með okkur strákunum á æfingar á föstudagskvöldum þegar það var laus tími í gamla salnum. Þeir mættu sem vildu æfa aukalega og Maggi mætti alltaf með okkur. Ástæða þess að hann var miklu meiri fyrirmynd en allar hetj- umar í meistaraflokki var sú að hann gaf gríðarlega mikið af sér. Hann var mikill reglumaður en hefði samt vitanlega getað varið þessum föstudagskvöldum á annan hátt. En hann kaus að vera með okkur. Þannig lagði hann vissan gmnn að okk- ar framtíð. Það tók svakalega á mig og okkur alla þegar hann dó, því hann var í starfinu af lífi og sál. Ég er sannfærður um að ég er að sinna unglingastarfi í dag af því ég hafði Magnús Blöndal og Theo- dor sem þjálfara.“ - Hvað er langt síðan Magnús dó? „Núna 12. desember em 20 ár síð- an hann dó, þá 24 ára gamall. Það var þriðjudagur, við vomm á yngra ári í 3. flokki og á æfingu. Við vomm að kasta á milli, tveir og tveir með bolta, þegar við fengum fréttimar. Við grétum allir.“ - Finnurðu mun á þinni kynslóð og leikmönnum meistaraflokks í dag hvað það varðar að leggja verulega á sig til að ná frábærum árangri? „Þegar ég var að skríða inn í meistara- flokk voru Geiri Sveins og Valdi Gríms upp á sitt besta og þeir æfðu viðbeins- brotnir ef því var að skipta. Það stoppaði ekkert þessa menn. Þess vegna komust þeir alla leið. Ef það var gefið frí, fóru þeir í spinning eða lyftu lóðum. Þetta gaf tóninn fyrir okkur. Það vill svo skemmtilega til að í Val koma reglulega upp vemlega sterkir árgangar. Til dæmis ’64 og ’65 árgang- arnir með Júlla Jónasar, Geira Sveins, Jakob Sigurðsson, Valdimar Grímsson svo einhverjir séu nefndir. Síðan er það ’73 og ’75 árgangarnir, þá ’81 árgang- urinn, Markús Máni og Snorri Steinn og loks ’86 árgangurinn. Þama eru sterk- ir kjamar með fjölda leiðtoga sem draga alla aðra með sér. Slíkt leiðir til frá- bærs árangurs. Þetta aukalega sem Óli Stef gerði, sá ég líka í Markúsi Máni og Snorra Steini og núna sé ég þetta í Fann- ari og nokkmm öðmm. Það sem Óli hafði fram yfir alla aðra var að hann leitaði svo mikið sjálfur, tók fmmkvæðið. Við þjálf- aramir hjálpuðum Markúsi og Snorra og fleirum og yfirhöfuð held ég að leikmenn treysti of mikið á þjálfara. Það er erfitt að kenna fmmkvæði en strákamir verða að vera leitandi, vilja sífellt bæta sig og finna út úr því sjálfir. Slíkt skilar sér í toppárangri. Það verður líka að gefa leik- mönnum frjálsræði til koma með hug- myndir inn í leikinn." - Núna, rúmu ári eftir Ólympíuleik- ana í Peking, hvernig er tilfinningin að hafa komist á verðlaunapall með landsliðinu? „Satt að segja ætlaði ég aldrei með landsliðinu til Kína en konan mín hvatti mig til þess. Ég var í fullu starfi sem þjálfari Vals, hafði í nógu að snúast en lét loksins slag standa, ekki síst þar sem Valur var í góðum höndum Heimis þjálf- ara. Ég hafði aldrei farið á stórmót og var vitanlega spenntur. Það að vera í kring- um alla bestu íþróttamenn í heiminum, í hvaða íþróttagrein sem er, horfa á þá æfa, vera með þeim í matsal og sjá þá 18 Valsblaðið 2009
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.