Valsblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 34
SifAtla með íslandsmeistarabikarinn 2009 með Valsstúlkum á öllum aldri eftir aö stelpurnar tryggðu sér titilinn fjórða árið í röð.
Við erum meistarar
- þíð eni« snUngar
Sil Atladóttip var á síðasta tímabili valin besti leikmaður meistaratlokks kvenna
í knattspyrnu hjá Val. Sit er einn lykilleikmanna í sigursæln kvennaliði Vals sem
vann tvöfalt í ár, bæði íslandsmátið og VISA-bikarinn. Hán gekk til liðs við Val
árið 2006 og gerði í tiaust nýjan samning við félagið
Eftir Guðna Olgeirsson
Síðasta tímabil var einstaklega gott hjá
Sif, hún var eins og klettur sem mið-
vörður í Valsvöminni en það kom henni
á óvart að vera valinn besti leikmaður
meistaraflokks kvenna. „Allar stelpurn-
ar voru búnar að standa sig vel í sumar
og liðsheildin frábær. Það er rosalegur
heiður fyrir mig að hljóta þessa viður-
kenningu og hreint æðisleg tilfinning. Ég
stefndi á að bæta mig frá síðasta ári og
verða lykilmaður í liðinu og að vera val-
in best í svona frábæm liði og á þessu
frábæra ári er ein stærsta viðurkenning-
in sem ég hef fengið hingað til,“ segir
Sif sátt og stolt. „Árið 2009 er ógleym-
anlegt, tvöfaldur meistari, fékk að spila í
lokakeppni á EM og til að toppa árið val-
in besti leikmaður Vals. Ég hefði aldrei
trúað þessu fyrir 4 árum að ég væri í tvö-
földu meistaraliði, leikmaður A-lands-
liðsins og spilandi í vörn og Islandsmeist-
ari með Val fjögur ár í röð. Auðvitað
stefnum við á að sækja þessa bikara aft-
ur á næsta ári. Ég sé ekkert standa í vegi
fyrir því,“ segir Sif.
Hvað þarf til að þínu mati til að ná
þessum árangri?
„Ég myndi segja gífurlegur áhugi að
vilja verða betri og mæta á æfingar með
rétt hugarfar. Ég hef verið svo hepp-
in að fá frábæra þjálfara og æðisleg-
ar stelpur að spila með. Stelpurnar hafa
kennt mér alveg eins og þjálfararnir. Það
vill oft gleymast að samherjarnir kenna
manni alveg jafn mikið ef maður lærir að
hlusta á þá. Það er mikilvægt að setja sér
markmið, þó að þau séu stór þá er ekkert
ómögulegt," segir Sif ákveðið.
34
Valsblaðið 2009