Valsblaðið - 01.05.2009, Qupperneq 35

Valsblaðið - 01.05.2009, Qupperneq 35
$ Hver er að þínu mati lykillinn á bak við þessa miklu velgengni kvennaliðs Vals í fótbolta? „Við misstum marga lykilleikmenn síð- asta haust en þegar leikmenn detta út þá stíga bara aðrir upp. Arangurinn í ár er hreint alveg frábær og er það liðsheild- inni að þakka. Allir leikmenn, þjálfar- ar og þeir sem störfuðu í kringum okk- ur höfðum sama markmið. Við ætluðum að verða meistarar og á endanum sýnd- um við að það á enginn að vanmeta okk- ur. Við erum meistarar." Sérstakt andrúmsloft á Hlíðarenda Sif lék lítillega með yngri flokkum hjá Haukum í fótbolta og lék síðan með FH í 3. flokki og meistaraflokki og eitt ár með KR, aftur eitt ár með FH og loks eitt tímabil með Þrótti áður en hún gekk til liðs við Val árið 2006. „Ég get alveg sagt það þar sem ég er ekki uppalin Valsari að héma er sérstakur mórall og sérstakt andrúmsloft. Það ríkir svo mikil hefð og sigur í loftinu að maður getur ekki ann- að en smitast af því. Við erum allar hérna til að vinna og verða betri og sagt er að iíkur sækir iíkan heim og á það alveg við hérna. Margar okkar hafa spilað sam- an í yngri landsliðum og þekkst frá yngri flokkum og við erum hreint út sagt góðar vinkonur. Við hittumst fyrir utan boltann og gerum eitthvað skemmtilegt. Mér hef- ur liðið mjög vel á Hlíðarenda. Bara frá- bær klúbbur." Hvers vegna fótbolti? Sif er úr mikilli íþróttafjölskyldu. Hún er dóttir Atla Eðvaldssonar, sem var atvinnumaður í fótbolta og einnig leik- maður Vals og þjálfari Vals síðari hluta sumars. Jóhannes Eðvaldsson föðurbróð- ir hennar var einnig atvinnumaður í fót- bolta og lék með Val og var m.a. einu sinni kjörinn íþróttamaður ársins. Sif á því ekki langt að sækja fótboltahæfileik- ann. „Ég prófaði flestar íþróttir þegar ég var yngri en frjálsar íþróttir hjálpuðu mér mjög mikið. Það sem ég lærði þar nýti ég enn þann dag í dag. Annars hef ég prófað ballett, dans, sund, fimleika svo eitthvað sé nefnt en ég náði ekki að festa mig í neinu fyrr en í frjálsum og síðar fótbolta. Ég held ég hafi endað í fótbolta vegna pabba míns og bróður. Pabbi var atvinnu- maður og er þjálfari svo á ég eldri bróð- ur sem ég lít mikið upp til og báðir voru í fótbolta. Stóri bróðir minn heitir Egill og spilar með Víkingi í Reykjavík. Ég á frá- bæra foreldra og ömmu sem hafa alltaf stutt við bakið á mér og mæta alltaf þeg- ar þau geta á leiki og hafa alltaf gert og fyrir mig skiptir það gríðarlegu máli. Að vita af mömmu og/eða pabba, systkinum, ömmu, kærastanum, Bimi Sigurbjöms- syni, eða einhverjum sem ég þekki upp í stúku gefur mér alltaf aukakraft." í pisastórum takkaskóm í fyrsta leiknum í 3. flokki með FH „Þegar ég var kölluð til 15 ára gömul að koma til að fylla bekkinn hjá FH stelp- unum í fótbolta átti ég ekki takkaskó. Stelpan sem boðaði mig komst ekki sjálf í leikinn þannig hún var svo yndisleg að lána mér takkaskó. Nema hvað að hún notaði skó númer 40. Ég er í dag með litla fætur eða nr. 37 en á þessum tíma var ég í kannski 35-36 og að spila í skóm númer 40 varð ansi skrautlegt. Leið pínu eins og ég væri á skíðum. En það bless- aðist, minnir við höfum unnið leikinn 8 eða 9-0 gegn ÍR.“ Ég átti bara að að vera á bekknum hjá þeim í FH því þær voru ekki með varamenn en ég kom reyndar inn á eftir 15 mínútur og eftir þetta var ekki aftur snúið. Sif var valin í úrtaksæfingar hjá U17 ára liðinu árið eftir en komst ekki í loka- hópinn. Hún var síðan valin í U19 ára liðið og kynntist þar stelpum sem áttu eftir að verða góðar vinkonu hennar síð- ar en úr þessu liði hefur ákveðinn kjarni haldist í fótboltanum og eru margar í 40 manna hópnum hjá A-landsliðinu. Sif segir að sumarið 2005 hafi ver- ið rosalega erfitt. „Ég var nánast hætt í fótbolta um haustið en fékk þá hring- ingu frá Þrótti um að koma og spila með þeim í fyrstu deildinni. Ég tók sem bet- ur fer þá góðu ákvörðun að fara og spila með þeim en þetta sumar breytti mér sem leikmanni. Ég var gerð að fyrirliða og þroskaðist mjög hratt. Elísabet Gunn- arsdóttir valdi mig svo í U21 landsliðið og var það fyrsta skrefið í átt að Val. Þar var aftur kominn stóri kjarninn úr U19 landsliðinu og vorum við einu marki frá því að spila úrslitaleikinn á Norðurlanda- mótinu." Beint í vörnina hjá Val 2006 og landsliðið 2007 Haustið 2006 gekk Sif til liðs við Val. „Ég fékk þann heiður í Val að spila með frábæru fslands- og bikarmeistaraliði frá árinu áður. Beta (Elísabet Gunnarsdótt- „ Við stefimm að því að sœkja báða bik- arana aftur á nœsta ári, e'g sé ekkert standa í vegi fyrir því, “ segir Sifistolt með árangur kvennaliðs Vals í sumar. ir) gerði mér grein fyrir því að ég myndi ekki spila frammi hjá þeim, en ég spil- aði alltaf sem framherji þar til ég kom í Val. Hún sagði við mig að hún ætlaði að búa til bakvörð úr mér og það væri minn séns til að komast í landsliðið og hafði sú gamla rétt fyrir sér. Það sem ég lærði frá Betu og Freysa það árið var ótrúlegt. Þar mótaðist ég sem fullorðinn varnar- maður. Síðar færði Freysi mig í mið- vörðinn og er ég nokkuð viss um að ég sé búin að finna mína stöðu. Finnst ég hafa dafnað virkilega vel í miðverðin- um og ekki slæmt að spila þarna eftir að pabbi og Búbbi frændi spiluðu þarna líka. Ég er aftur á móti alltaf til í að fara fram um leið og Freysi leyfir mér það. í mars 2007 var ég valin í A-landsliðshóp- inn. Ég spilaði minn fyrsta A-landsliðs- leik móti ftalíu á Algarve Cup.“ Gaman að tengjast yngri flokkunum „Mér finnst mjög mikilvægt að yngri flokkarnir finni fyrir því að við höfum áhuga á þeirra starfi. Krakkarnir mæta á alla leiki okkar þegar þau geta og að fá þeirra stuðning skiptir okkur öllu. Bara það að við látum sjá okkur hjá þeim finnst mér skipta miklu máli. Það hvet- ur þau til að gera betur þegar við komum og bara gaman fyrir þau að sjá meistara- flokksleikmennina. Það væri samt gam- an t.d. fyrir tímabilið að hafa gott grill eða þess háttar til að við hittum krakk- ana. Okkur finnst það alveg jafn gaman og þeim.“ Valsblaðið 2009 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.