Valsblaðið - 01.05.2009, Page 36
Siffesti sig í sessi sem geysiöflugur mið-
vörður ífirnasterku Valsliði í sumar.
Tengsl meistaraflokka karla og kvenna
og tengsl milli deilda hjá Val
Sif finnst alveg einstakt samband milli
deilda hjá Val sem hún þekkir ekki frá
öðrum félögum. „Mig minnir að 2007
hafi handboltastrákarnir beðið okkur
um að koma með dólginn í stúkuna fyr-
ir leik hjá þeim. Við enduðum með að
búa til hristur, vera með ljósashow og
sprell fyrir leik hjá þeim og mig minn-
ir að górillurnar hafa líka fengið aðeins
að skína. Eftir þetta þróaðist þetta frek-
ar vel. Við erum í mjög góðu sambandi
við handboltadeildina bæði kvenna og
karla, svo höfum við mætt á körfubolta-
leiki líka. Annar flokkur stráka í fótbolta
hefur heldur betur bæst í stuðningshóp-
inn. Ekki bara strákarnir heldur hafa allir
yngri flokkar kvenna nánast alltaf mætt,
þetta er bara æðislegt. Við höfum svo
sannarlega fengið þetta til baka frá þeim.
Handboltinn og yngri flokkar fótboltans
hafa mætt á mikilvæga leiki hjá okkur
og að vera með tólfta manninn í stúkunni
hefur oftar en ekki gefið okkur þennan
aukakraft til að klára erfiðu leikina. Gott
dæmi er KR leikurinn 2008, Stjörnu-
leikurinn 2009 og bikarúrslitaleikurinn
2009. Hvað er hægt að segja við frábær-
um stuðning nema „þið eruð snillingaru.
Þessir titlar eru ykkar sem okkar,“ segir
Sif þakklát og auðmjúk.
Hvað stendur upp úr hjá þér með
kvennalandsliðinu?
„Ég held ég verði nú að segja að EM
stendur rosalega upp úr. Að hafa feng-
ið tækifæri til að taka þátt í svona stór-
verkefni er bara geðveikt. Og hvað þá
að fá að spila á móti Þýskalandi, land-
inu þar sem ég fæddist. Algjör draum-
ur. Ég held að ef við slípum okkur saman
og náum að stíga í rétta sporið getum við
alveg náð að komast á lokakeppni HM.
Sifmeð viðurkenningu sem besti leik-
maður kvennaliðs Vals 2009.
Við höfum sýnt það áður að við getum
unnið stóra þjóð. Við erum ekki einhver
smáþjóð lengur, við erum þjóð sem eng-
in getur vanmetið. Við verðum að muna
það. Ég stefni enn þá á að festa mig í
sessi sem byrjunarliðsleikmaður í lands-
liðinu og held áfram á minni braut. Mót-
læti eflir mann bara. Aldrei að láta ein-
hverja smá hraðahindrun stoppa sig á
leið að markmiðinu," segir Sif af sann-
færingu.
Mottó í lífinu og í fótbolta?
„Ég stefni alltaf á að verða betri. Bæði í
fótbolta og lífinu. Maður hættir aldrei að
læra.“
Lögmannsstofa
Suðurlandsbraut 16
108 Reykjavík
Jón Höskuldsson
Hæsta rétta rlögmaðu r
sími 511 1617
fax: 511 2006
jonhosk@ljh.is
36
Valsblaðið 2009