Valsblaðið - 01.05.2009, Page 43
styðja við krakkana á hliðarlínunni hvort
sem er í leikjum á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu eða úti á landi. Þá hafa foreldrar
haldið utan um fjáraflanir flokkanna og
séð um að skipuleggja ýmsar uppákom-
ur. Einnig hafa foreldrar komið að skipu-
lagningu í kringum heimaleiki meistara-
flokka félagsins og að uppskeruhátíð og
verður þeim seint þakkað þeirra framlag.
Uppskeruhátíð yngri flokka í
knattspyrnu
Árleg uppskeruhátíð yngri flokka Vals í
knattspyrnu var haldin laugardaginn 26.
september í hátíðarsal félagsins. Mik-
ill fjöldi fólks mætti á hátíðina ikendur,
þjálfarar, foreldrar, forráðamenn og aðrir
gestir. Hátíðin var með hefðbundnu sniði
og gerði Ragn-
hildur Skúladóttir
yfirmaður bama- og unglingasviðs grein
fyrir starfi í einstökum flokkum. Að
ioknum verðlaunaveitingum gæddu gest-
ir sér á glæsilegum veitingum sem iðk-
endur báru á borð með sér.
Allir iðkendur í 6., 7. og 8. flokkum
félagsins fengu verðiaunapening og
voru það landsliðskonurnar Kristín Ýr,
Dóra María og Sif sem veittu verðlaun-
in. I eldri flokkunum vom veitt einstak-
lingsverðlaun fyrir bestu ástundun, mestu
framfarir og liðsmann flokksins. Almennt
má segja að árangur flokkanna hafi ver-
ið góður og náði 5. flokkur karla besta
árangri sem Valslið í þeim flokki hef-
ur náð í nokkra áratugi þegar þeir kom-
ust í undanúrslit á íslandsmóti A-liða en
að auki urðu þeir Reykjavíkurmeistar-
ar í A og B liðum. Fjórði flokkur kvenna
varð íslandsmeistari annað árið í röð en
þær hafa ekki tapað leik í íslandsmóti
síðastliðin tvö ár. Þá spilaði 3. flokkur
kvenna til úrslita í bikarkeppninni en töp-
uðu þeim leik. Annars er árangur í yngri
flokkunum afstæður og ætti ekki síð-
ur að mælast í fjölda iðkenda og hversu
margir iðkendur halda áfram á milli ára
og svo í því hversu ánægð börnin em hjá
félaginu.
YfiPlit yfin stapf einstakna flokka
3. flokkur kvenna
3. fl. kvenna er fjölmennur með um 30
iðkendur og hefur í gegnum tíðiðna ver-
ið afar sigursæll og innan flokksins má
finna framúrskarandi afrekskonur sem
lögðu sig fram við öll verkefni sama
hvort það var að spila fyrir landsliðið,
Val eða sinna ýmsum verkefnum innan
3. on 4. flokkup drengja í heimsokn
hjá KFUM ogKFUK
Fimmtudaginn 15. janúar fóm flokkarn-
ir ásamt þjálfurum sínum í heimsókn í
höfuðstöðvar KFUM og KFUK. Þórar-
inn Björnsson og Ragnar Snær Karlsson
tóku á móti hópnum. Þórarinn sagði frá
uppruna knattspyrnu á íslandi og teng-
ingu hennar við KFUM. Hann sagði frá
stofnun Vals og fyrstu árum félagsins og
áhuga sr. Friðriks Friðrikssonar á knatt-
spyrnu sem leið fyrir unga menn til auk-
ins þroska. Hópurinn skoðaði herbergi
sem tileinkað er sr. Friðriki, en þar em'
ýmsir munir sem tengjast sögu Vals t.d.
fyrstu lög félagsins. Óhætt er að segja að
hópurinn hafi haft bæði gagn og gaman
af þessari heimsókn.
Þórarinn Björnsson frœðir
strákana í 3. og 4.jiokki um
uppruna knattspyrnu á íslandi
og tengsl hennar við KFUM.
Valsblaðið 2009
43