Valsblaðið - 01.05.2009, Page 52

Valsblaðið - 01.05.2009, Page 52
Gríðarlegur kraftur og vilji í Val Ul að komast í hæstu hæðir á ný ttndirritaður hitti Gunnlaug Jónsson nýráðinn þjálfara meistaratlokks Vals í knattspyrnu í Lollastúku á fallegum degi í návemberbyrjun og ták við hann viðtal nm framtfð sína hjá Val og aðra hluti tengda honnm ei«p Gest vai svansson Gunnlaugur Jónsson er fæddur á Akra- nesi 1974 og er sonur hjónanna Jóns Gunnlaugssonar fyrrum knattspyrnu- manns af Akranesi og Sigrúnar Elínar Einarsdóttur sem er systir Halldórs Ein- arssonar (Henson). „Ég kem af miklu knattspyrnufólki og lék afi minn meðal annars með Val, Einar Halldórsson sem oft var kallaður „Beljakinn" í gamla daga þannig að knattspyrnan er í genunum báðum megin hjá foreldum mínum.“ í sigursælum yngri flokkum á Akranesi með morgum kunnum kempum „Ég lék upp alla yngri flokkana á Akra- nesi í frábærum árgangi og spiluðu með mér margir leikmenn sem náðu mjög langt eins og tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsynir, Lárus Orri Sig- urðsson, Þórður Guðjónsson, Kári Steinn Reynisson, bræðurnir Pálmi og Stur- laugur Haraldssynir, Hjörtur Hjartarson og fleiri góðir og hreint með ólíkindum að við urðum eingöngu íslandsmeistar- ar í fjórða og öðrum flokki með þenn- an mannskap, þegar ég var á eldra ári komu svo Arni Gautur Arason og Stefán Þór Þórðarson inn í flokkinn minn ásamt fleiri góðum leikmönnum. Með ÍA, KR, Selfossi og erlendum liðum í fjórum löndum Ég spilaði svo með Akranesi allt til árs- ins 2005 með viðkomu í Svíþjóð, Nor- egi, Skotlandi og Þýskalandi en þá tók ég mfna erfiðustu ákvörðun að söðla um hér heima og stóð valið á milli Vals og KR og eftir vandlega íhugum þá valdi ég KR, mörgum ættingjunum til mikillar gremju. Tími minn hjá KR var mjög lærdóms- ríkur og gengum við í gegnum miklar hremmingar og lærði ég mikið á þess- um tíma hjá KR sem hefur gagnast mér sem þjálfari. Ég spilaði með KR til ársins 2008 og bauðst þá að taka við liði Sel- foss sem þjálfari og leikmaður og tók ég því tilboði þótt ég hafi sjálfur ekkert leitt hugann neitt sérstaklega að því að fara að þjálfa. Ég hafði tekið fjögur fyrstu þjálf- arastigin og kláraði svo restina sem upp á vantaði seinasta vetur og náði UEFA-A þjálfarastigi sem eru tilskilin réttindi til að þjálfa í tveimur efstu deildum á íslandi. Mér þótti þetta tilboð það freist- andi að ég gat ekki hafnað því, flestir vita hvemig það endaði því ég kom Sel- fossliðinu beint upp í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins á rnínu fyrsta ári sem þjálfari. En hvernig líst þér á að vera kominn á Hlíðarenda? „Mér líst gríðarlega vel á það, þegar mér bauðst þetta tækifæri gat ég einfaldlega ekki hafnað því, að fá þessa áskorun að þjálfa eitt albesta lið landsins með stærstu söguna þá lá svar mitt á hreinu. Að Hlíðarenda er ein flott- asta aðstaða landsins og hópurinn sem til staðar er það góður að ég get ekki ann- að en verið bjartsýnn með framhald- ið. Willum hafði verið hér lengi og gert flotta hluti þó að hallað hafi undan fæti hjá liðinu í sumar þá má ekki gleyma því að hann kom Valsliðinu í toppbaráttuna á ný og gerði liðið að bæði íslands- og bik- arameisturum á þessum tíma.“ Þú gafst það út í fjölmiðlum lands- ins að þú œtlaðir að yngja liðið upp og voru fyrirsagnir blaðanna eitthvað í þá veru „Gunnlaugur œtlar að yngja upp“ og fengu víst margir eldri leikmenn Vals- liðins hnút í magann við að heyra þetta, hvað viltu segja um þetta? „Ég held að það hafi verið gert alltof mikið úr þess- um ummælum. I mínum huga skiptir ald- ur leikmanna engu máli, mér er sama þó að leikmaður er 35 ára eða 18 ára á með- an liðsheildin virkar. Við ætlum að nota tímann fram að jólum og sjá hvort yngri Ótthar Edvardsson yfirmaður afrekssviðs Vals, James Bett aðstoðarþjálfari mfl. karla, Gunnlaugur Jónsson og E. Börkur Edvardsson, formaður knd. Vals. 52 Valsblaðið 2009
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.