Valsblaðið - 01.05.2009, Side 56
Fjórir ferðbúnir herrar með ólík höfuðföt sumarið 1910. Sr. Friðrik Friðriksson er lengst til hœgri með barðastóran hatt, kannski
ekki ósvipaðan þeim er Valspiltar gáfu honum sumarið eftir.
Tvö ólík sjónarhorn á fyrstu
„heiðursgjöf“ Valsmanna
Vangaveltur um tilefni þess en Valspiltar gáfu séra Friöriki Friörikssyni
„harðan hatt“ sumarið 1911 Eftip Þóparin Bjðpnsson guðlpæeing
Sá atburður sem hér verður tekinn til
skoðunar gerðist að líkindum í júní 1911,
skömmu eftir að framhaldsstofnfund-
ur hafði verið haldinn í nýstofnuðu Fót-
boltafélagi KFUM. Valurinn flaug þá enn
frjáls yfir höfðum boltapiltanna í KFUM
og hafði ekki fest nafn sitt við þetta nýja
félag þeirra. Séra Friðrik var heldur ekki
farinn að tengjast félagsskapnum að ráði
enda hafði hann hvorki verið viðstaddur
stofnfund hans né framhaldsstofnfund.
í fyrra skiptið var Friðrik upptekinn á
KFUM-fundi í Hafnarfirði en í það síð-
ara sótti hann Stórstúkuþing Góðtempl-
ara sem haldið var á Seyðisfirði þetta
árið. En þegar hann kemur heim að aust-
an dregur til tíðinda.
Sundurlyndi í hópi stofnenda Vals
Framhaldsstofnfundur Fótboltafélags
KFUM var haldinn sunnudaginn 28.
maí 1911. Hálfri annarri viku síðar kem-
ur séra Friðrik Friðriksson heim úr ferð
sinni til Austfjarða.1 Skömmu síðar halda
piltarnir í fótboltafélaginu með sér fund
í litlum sal í félagshúsi KFUM við Amt-
mannsstíg. Séra Friðrik situr ekki fund-
inn en verður þess vís að einhver gremja
eða sundurlyndi á sér stað. í lok fundar-
ins kemur einn piltanna til hans og bið-
ur hann um að enda fundinn með „bæn
og guðsorði".
Prédikun séra Friðriks um
samdrægni í stað sérdrægni
Séra Friðrik tekur ljúflega þeirri bón
að enda fundinn í fótboltafélaginu með
Guðs orði og bæn og kveðst hafa íhugað
með piltunum hvatningarorð Páls post-
ula í Filippíbréfinu: „Ef nokkuð má sín
upphvatning vegna Krists, ... þá gjör-
ið gleði mína fullkomna með því að vera
samhuga, hafa sama kærleika og hafa
með einni sál eitt í huga. Gjörið ekkert
af eigingirni eða hjegómagirnd o.s.frv."2
Um framhaldið ritar Friðrik svo í ævi-
sögu sinni:
Jeg talaði út frá þessu um sam-
drœgni í leik og fjelagsskap og
hvernig sjerdrœgni með monti og
yfirgangi sundraði allri gleði í leik
og lífi. Jeg talaði um þá, er ífjelags-
skap vœru „félagsskítir« o. s.fr\>. án
þess að gefa nokkuð í skyn, að jeg
vœri hrœddur um að eitthvað vœri
bogið hjá þeim. Svo skildu menn, en
tveim dögum seinna komu þrír affor-
göngumönnum knattspyrnuflokks-
ins ogfœrðu mjer frá fjelagsmönnum
nýjan hatt að gjöf, sem þakklœti fyr-
ir orð mín á fundinum, og jafnframt
Ijetu þeir þá ósk í Ijós, að jeg vildi
einhvern tíma koma suður á mela og
enda hjá þeim. Jeg varð mjög hrœrð-
ur afþessu og lofaði að koma. Nœsta
œfingarkvöld fór jeg suður á mela?
Frásönn Guðbjörns af tilefni
hattagjafarinnar
I 25 ára afmælisriti Vals greinir Guð-
björn Guðmundsson, einn af stofnendum
Vals og síðar heiðursfélagi, talsvert ólíkt
frá tilefni þess að séra Friðriki var færður
umræddur hattur að gjöf. Guðbjörn nefn-
ir að Loftur Guðmundsson, fyrsti for-
maður félagsins, hafi fært það í tal við
sig hvort þeir gætu ekki gert eitthvað fyr-
Auglýsing frá Thomsens Magasin í
byrjun 20. aldar.
56
Valsblaðið 2009