Valsblaðið - 01.05.2009, Side 62

Valsblaðið - 01.05.2009, Side 62
Atli Sveinn Þórarinsson hefur leikið nteð meistarallokki Vals i knattspyrnu síðastliðin 5 timabil og hefur verið einn lykilmanna liðsins allan tímann. Hann hefur á þeim tíma hampað fjölmörgum titlum með Val en segir að síðasla tímahil hafi verið mikil vonbrigði fyrir sig og liðið í heild. Atli hefur gert nýjan samning við Val til priggja ára og vill taka pátt í að koma Val á toppinn að nýju Atli Sveinn tók vel í beiðni Valsblaðs- ins um viðtal um ferillinn og árin hjá Val. Biaðamaður Valsblaðsins heimsótti Atla Svein og fjölskyldu eina kvöldstund í nóvember yfir kaffi og súkkulaði til að spjalla og skoða myndir af ferlinum. Atli Sveinn og fjölskylda hefur komið sér vel fyrir í Víkingshverfinu með konu sinni Höllu Bjarklind og þremur sonum, Atli Gauta sem er byrjaður að æfa fótbolta með Víkingi, Ara Val og ívari Hrafni. Atli hefur frá ýmsu skemmtilegu að segja um íþróttaferilinn sem spannar alls 23 ár með KA, Örgryte í Svíþjóð og Val. Einnig hefur Atli leikið nokkra landsleiki í fótbolta og á glæstan feril í handbolta með yngri flokkum KA. Atli Sveinn er fæddur 1980 á Akur- eyri, uppalinn í hjarta KA hverfisins eins og hann kemst sjálfur að orði og það er greinilegt að í honum slær KA hjarta Eftir Guðna Olgeirsson auk Valshjartans. Hann er elstur þriggja systkina og segir að töluverður íþrótta- áhugi sé í fjölskyldunni, en faðir hans Þórarinn Egill Sveinsson lék á yngri árum bæði fótbolta og handbolta með KA en móðir hans Inga Einarsdóttir var sjálf ekki í íþróttum en þau hafa bæði verið afar dugleg í öllum stuðningi við starfið í KA og stutt hann mikið í gegnum tíð- ina. Atli er elstur þriggja systkina sem öll hafa lagt stund á boltaíþróttir, Kjartan Páll bróðir hans er í fótbolta og lék síð- astliðið sumar með Aftureldingu en Þór- dís Inga systir hans var í handbolta, t.d. með HK en er nú hætt. Var í handbolta og fótbolta og fleiri íbróttagreinum ó yngri órum „Ég byrjaði 6 ára að æfa fótbolta í KA með vinum mínum og hafði góða þjálfara í yngri flokkunum, t.d. Þorvald Örlygs- son, Erling Kristjánsson og Ólaf Gott- skálksson en sá maður sem hafði mest mótandi áhrif á mig sem íþróttamann var Jóhannes Bjarnason sem þjálfaði mig bæði í handbolta og fótbolta og er ég afar þakklátur fyrir allt sem hann gerði fyr- ir mig. Ég prófaði margar íþróttagreinar á yngri árum, var í handbolta og fótbolta alla yngri flokkana, prófaði júdó í nokk- ur ár, glímu og var síðan í körfubolta hjá Þór í eitt ár. Þegar ég var 17 ára valdi ég fótboltann fram yfir handboltann þrátt fyrir að mér hafði í raun gengið mun bet- ur í handboltanum. Þar var ég í sterkum hópi sem vann fjölda titla en í fótbolt- anum var árangurinn í yngri flokkunum ekkert til að hrópa húrra yfir. Okkur gekk bara svona la, la, en í heildina fannst mér samt skemmtilegra í fótbolta. 17 ára fékk ég sénsinn að leika með meistaraflokki 62 Valsblaðið 2009
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.