Valsblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 64

Valsblaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 64
Sigursœlir íslandsmeistarar KA í handbolta 1991 í 5.flokki eftir sigur á ÍR í úrslitaleik undir stjórn Jóhannesar Bjarnasonar sem er lengst til hœgri á myndinni. Þórarinn Egill Sveinsson faðir Atla og liðstjóri er í efri röð lengst til vinstri. Atli er í efri röð sá fimmti frá vinstri. Atli vann alls 5 Islandsmeistaratitla með KA íyngri flokkum í handbolta. Á myndinni til hœgri hampar Atli Sveinn íslandsmeistarabikarnum í eitt þessara skipta. á þeim tíma unnum við nánast öll mót, t.d. Reykjavíkurmót og íslandmótið inn- anhúss, deildarbikar og titlarnir streymdu til félagsins. Síðan gekk okkur held- ur verr í fyrra, enduðum í 5. sæti í deild- inni en í sumar var langversta tímabilið þar sem allt gekk á afturfótunum og við enduðum í 8. sæti þegar upp var staðið, langt undir væntingum okkar og allra í kringum félagið. Hópurinn hjá Val hefur alla tíð verið mjög góður, mórallinn hef- ur verið fínna og allt gekk okkur í hag- inn á tímabili og nú er kominn tími til að sanna sig að nýju,“ segir Atli ákveðið. Eðlilegt að stuðningsmenn Vals geri miklar kröfur Atli Sveinn segist hafa gert sér vel grein fyrir gagnrýni stuðningsmanna Vals á síðasta tímabili og telur að hún hafi á margan hátt átt rétt á sér. Liðið hafi ein- faldlega ekki staðið undir væntingum og hann hefur fullan skilning á því að stuðn- ingsmenn hafi verið ósáttir. „ Ég held að það sé miklu skemmtilegra að spila fyr- ir Val sem er félag með sögu, mikla hefð og marga titla á bakinu en fyrir félag sem hefur ekki náð sömu stöðu þar sem eng- inn reiknar með árangri. Mér finnst það forréttindi að spila fyrir félag sem vill vinna titla. Mér finnst sjálfsagt að stuðn- ingsmenn og forysta félagsins geri mikl- ar kröfur og láti leikmenn fá að heyra þær skoðanir. Mér finnst að uppbyggileg gagnrýni stuðningsmanna skipti miklu máli og er mikilvæg til að skapa metn- að. Mér þætti verra ef stuðningsmönn- um væri alveg sama um gengi og árang- ur liðsins og ekki má gleyma því að stuðningsmennirnir hafa verið lengur hjá félaginu en ég. Ég þekki það með stóru liðin úti í heimi, t.d. Juventus, AC Milan og Liverpool að stuðningsmenn eru fljót- ir að snúa baki við félaginu þegar illa gengur og sýna litla þolinmæði. Almennt finnst mér stuðningsmannamenning á Islandi of mjúk og mér finnst frábært ef félög eiga kröftuga og kröfuharða stuðn- ingsmenn," segir Atli hógværðin upp- máluð. Hvað gerðist hjá Valsliðinu í sumar? „Það er ekki auðvelt að segja en árið 2008 ætluðum við að fylgja íslandsmeist- aratitlinum eftir en það gekk ekki og end- aði liðið í 5. sæti. Síðan ætlaði liðið svo sannarlega að gera betur síðatliðið sum- ar og markmiðið var sett á titilinn, all- ir ætluðu að standa sig. Ég held að við höfum gert þau mistök að setja mark- ið of hátt fyrir tímabilið og strax eftir nokkrar fyrstu umferðirnar þegar á móti blés sáum við að líklega værum við ekk- ert að fara að ná titlinum. Takmarkið fjar- aði í raun út snemma móts, við misst- um móðinn, héldum ekki haus, og í raun stóð þá ekkert eftir til að keppa að, þetta er a.m.k. mín skýring á því hvers vegna allt gekk á afturfótunum hjá okkur í sum- ar. Við hreinlega gáfumst of snemma upp, það voru stóru mistökin okkar. Það helsta sem við getum lært af tímabilinu er að halda haus þótt á móti blási, gefast ekki upp. Mér fannst þjálfarnir allir standa sig vel og ég hef lært mikið af þeim, Will- um gerði frábæra hluti fyrir félagið og ég lærði líka ýmislegt af Atla og Þorgrími, þótt árangurinn í sumar tali öðru máli. Ég held að það sé ekki hægt að kenna þjálf- urunum sérstaklega um hvernig fór, það er alltof einföld skýring að skella skuld- inni á þá. Við ætluðum okkur að ná titl- inum, en enduðum í 8. sæti og leikmenn liðsins voru sammála því að árangurinn hafi í sumar verið langt undir væntingum. Mér finnst umfjöllunin í fjölmiðlum sýna að farið er að líta á Val að nýju sem eitt af stóru liðunum og í því Ijósi er neikvæð umfjöllun fjölmiðla skiljanleg þar sem miklar væntingar eru gerðar til liðsins," segir Atli sem greinilega hefur mikið velt fyrir sér slöku gengi liðsins í sumar. Líst vel á nýjan þjalfana Gunnlaugur Jónsson, Skagamaður, var í haust ráðinn nýr þjálfari til Vals, en hann stýrði síðastliðið sumar Selfyssing- um til sigurs í 1. deild sem leika á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins í efstu deild karla í fótbolta. Atla Sveini líst mjög vel á nýja þjálfarann og þjálf- arateymið allt. „Gunnlaugur kemur með ferska vinda til félagsins, það er stutt síð- 64 Valsblaðið 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.