Valsblaðið - 01.05.2009, Qupperneq 65

Valsblaðið - 01.05.2009, Qupperneq 65
„Mér finnst eðlilegt að stuðningsmenn Vals gerí miklar kröfur til liðsins, “ segirAtli. an hann var farsæll leikmaður og það finnst mér kostur. Hann hefur reyndar ekki mikla reynslu sem þjálfari, en hann gerði frábæra hluti á Selfossi, en á örugg- lega eftir að komast að því fyrr en síðar að það er ekki það sama að þjálfa Val og Selfoss myndi ég halda, en ég hef fulla trú á því að hann muni standa sig vel og ekki spillir fyrir reynsla hans sem leik- maður,“ segir Atli. Hvarflaði aldrei að mér að hætta eftir síðasta tímabil Atli Sveinn segir að síðasta tímabil hafi verið gríðarlega erfitt en þó segir hann að æfingamar hafi veið skemmtilegar og góður mórall í hópnum, en samt hafi ekkert gengið í leikjunum. „Tímabilið var mjög lærdómsríkt og ég held að þetta ár hjálpi okkur fyrir næsta tímabil, okkur var hreinlega kippt niður á jörðina. Við þurfum svo sannarlega að sanna okkur að nýju, bæði fyrir sjálfum okkur, þjálf- urum, stuðningsmönnum Vals og einn- ig fótboltaheiminum á íslandi eftir þessi tvö síðustu mögm tímabil. Ég held að mikilvægast sé fyrir okkur að sanna fyrir sjálfum okkur að við eigum heima með- al þeirra allra bestu þar sem við gerðum það svo sannarlega ekki á síðasta tíma- bili, urðum nánast að athlægi. Mig langar að sanna mig að nýju sem fótboltamaður en síðasta tímabil lagðist nokkuð á sálina hjá okkur öllum og við þurfum allir sem einn að rísa upp að nýju. Þetta allt hef- ur vissulega þroskað mann sem persónu en þó skil ég ekki af hverju menn þurfi að læra að tapa, sjáðu t.d. Ryan Giggs og Paul Scholes, þeir hafa unnið allt og ég sé ekki að þeir hafi þurft að lenda í 8. sæti í ensku deildinni með Man Utd til að verða góðir leikmenn, þeir eru frekar fæddir sigurvegarar," segir Atli og brosir. Engir draumar um frekari atvinnu- mennsku eða landsiiðssæti Hjá Atla er aðalmálið núna að einbeita sér að næsta tímabili hjá Val, og hann segist ekkert vera að velta fyrir sér frek- ari atvinnumennsku. „Það er mikil hætta á því að ef maður er of mikið að hugsa um mögulega atvinnumennsku erlendis þá gleymi menn að einbeita sér að verk- efnum hér heima. Ef það gengur vel og rétta tækifærið býðst þá er aldrei að vita, en ég er ekkert að pæla núna í atvinnu- mennsku," segir Atli. „Það sama er með landsliðið, en ég hef tekið þátt í nokkr- um landsleikjum en hef undanfarið ekk- ert verið með í þeirri mynd. Þar gild- ir það sama og með atvinnumennskuna, fyrst er að sanna sig að nýju með Val og þar liggur nú metnaður minn. Það var vissulega gaman að vera með í lands- liðshópnum og þegar Val gekk sem best fyrir tveimur árum þá voru 6 Valsmenn í hópnum, auk mín voru Pálmi Rafn, Birk- ir Már, Baldur Ingimar, Bjami Ólafur og Kjartan Sturlu,“ segir Atli. Öflugt kvennalið Vals styrkir felagið mikið Atla finnst það styrkja félagið mikið að hafa öflugt kvennalið í fótbolta og hann er mjög stoltur af stelpunum sem séu flottar fyrirmyndir fyrir unga iðkendur og þær hafa í raun haldið merki félagsins uppi í fótbolta og styrkt félagið mikið. „Mér finnst frábært að fylgjast með stelp- unum og við strákamir getum lært heil- mikið af þeim, t.d. finnst mér þær vera mun duglegri að virkja hverfið og tengj- ast betur yngri flokkunum og mér finnst líka athyglisvert hversu margar ungar stelpur em að æfa fótbolta með Val með frábæmm árangri. Við strákarnir gætum verið sýnilegri í félagsstarfinu, t.d. kynnt fótbolta í skólunum, fylgst með æfingum og aðstoðað krakkana eftir því sem við getum, en árangursríkast er að mínu mati að ná góðum árangri á vellinum og vera góðar fyrirmyndir fyrir krakkana," segir Atli eftir nokkra umhugsun. Valur er felag með ríka sögu og hefð „Ég finn vel fyrir þessari miklu sögu sem er í Val og finnst gaman hversu vel félagið ræktar hana, t.d. með upplýs- ingum í Valsheimilinu á veggjum, með styttu af sr. Friðrik, Friðrikskapellu, Valsblaðinu og samkomum hjá Val. Að mínu mati er Valur stórveldi í boltaíþrótt- um, með mikla sigurhefð, sérstaklega í fótbolta og handbolta, bæði karla og kvenna og karfan er líka mikilvæg þótt þar sé ekki eins rík hefð. Það hefur verið frábært fyrir mig að vera í Val öll þessi fimm ár allt frá fyrstu mínútu og mér hefur liðið vel á Hlíðarenda og ég er orð- inn mikill Valsari, rauður í gegn,“ segir Atli að lokum og brosir. Kjartan Sturlu markmaður fagnar með Atla Sveini bikarmeistaratitli með Val 2005 eftir 1-0 sigur á Fram. Atli var fyrir leik með stóra kúlu á höfðinu en í leiknum tóku meiðslin sig upp og hann fékk heilahristing og það blœddi úr höfðinu. Atli var bara vafinn í hálfleik og hann hélt áfram til leiksloka. Eftir leikinn kom í Ijós að hann hafði fengið heilahristing við höggið en kappið var það mikið að áfram var haldið til leiksloka, en Atli man ekkert eftir seinni hálfleik og hann missti affagnaðarlátunum og verðlaunaafhendingu þar sem farið var beint með hann upp á slysavarð- stofu. Valsblaðið 2009 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.