Valsblaðið - 01.05.2009, Page 84

Valsblaðið - 01.05.2009, Page 84
-___1 ið. Til liðs við þjálf- arateymið höfum við fengið Valgeir Viðarsson sjúkraþjálf- ara og Viðar Halldórsson íþróttasálfræð- ing en hann sér um leikgreiningu, video vinnslu og íþróttasálfræði. Elínu sjúkra- þjálfara, Ástu og Elínu Rós liðstjórum er þakkað fyrir þeirra frábæru störf fyr- ir Val. Fyrir tímabilið 2009-2010, urðu tals- verðar breytingar á liðinu Dagný Skúla- dóttir, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir, Hafrún Kristjánsdóttir, Drífa Skúladótt- ir, Marta Skorem og Eva Barna verða ekki með liðinu á tímabilinu. Marta og Eva hafa haldið til síns heima, Hafrún hefur lagt skóna á hilluna, Guðrún Drífa og Drífa eru í pásu frá handknattleik og Dagný á von á barni. Einnig hafa bæst við öflugir leikmenn: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir (Grótta), Elsa Rut Óðinsdóttir (Grótta), Arndís María Erlingsdóttir (Grótta), Rebekka Skúladóttir (Fylkir), Sunneva Einars- dóttir (í láni frá Fram) og Nína Krist- ín Björnsdóttir (Haukar). Liðið hefur náð að byggja á árangri liðsins í þriðju umferðinni á síðasta tímabili og situr nú í efsta sæti deildinnar um áramótin og er enn taplaust. Afreksstefna til framtíðar Fyrir tímabilið í vetur var ákveðið að hlúa en betur að yngri flokka starfinu og ljóst að við Valsmenn þurfum nú sem aldrei fyrr að leggja mikla rækt við að búa til unga og góða leikmenn. Ákveð- ið var í samstarfi við Ótthar Edvardsson (yfirmann afrekssviðs) að móta afreks- stefnu og fá Óskar Bjarna yfirþjálfara og Heimi Ríkharðsson til að sjá um þjálfun á öllum afreksflokkum karla þ.e. 2. fl., 3. fl. og meistaraflokki, þetta þýðir að lagt er upp með sömu áherslur og taktík í öllum þessum flokkum. Þeim til aðstoðar var ráðinn í fullt starf hjá félaginu hinn 75 ára gamli Boris Bjarni Akbachev, en hann er okkur Valsmönnum að góðu kunnur en þessi mikli meistari hefur búið til margan atvinnumanninn í gegnum tíð- ina og hefur augljóslega engu gleymt. Með tilkomu þessa fyrirkomulags getum við boðið upp á fjölmargar aukaæfingar hvort sem er að morgni eða í hádeginu. Þessar æfingar eru sniðnar fyrir hvern og einn leikmann og hafa bæði strákarnir og stelp- urnar í félaginu nýtt sér þetta vel og sjá má miklar framfarir hjá þeim. Eftir ára- mót munum við svo fara af stað með mánaðarlega fyrirlestra fyrir leikmenn þar sem farið verður yfir ýmis mál tengd íþróttum og heibrigðu líferni, s.s. íþrótta- sálfræði, mataræði, sjúkraþjálfun, lík- amsrækt og margt fleira undir öruggri handleiðslu sálfræðingsins og handbolta- konunar Hafrúnar Kristjánsdóttur. Yfinlit yfir yngri flokha í handbolta 2009 8. flokkur karla Starfið gekk mjög vel í vetur og voru gríðarlega margir og skemmtilegir iðk- endur í flokknum. Æft var tvisvar sinn- um í viku og sá maður hreinlega hvað strákunum fór fram með hverri vik- unni sem leið. Flokkurinn fór á tvö mót og stóðu þeir sig alveg gríðarlega vel á báðum mótunum, og fengu að sjálf- sögðu verðlaunapening á báðum mótun- um. Þjálfari flokksins var Gunnar Ernir Birgisson og honum til aðstoðar Brynj- ólfur Sveinsson. Nú eru um 20 drengir í flokknum og er þjálfari flokksins meist- araflokks- og landliðsmaðurinn Ágústa Edda Björnsdóttir og henni til aðstoðar er Harpa Brynjarsdóttir. 7. og 8. flokkur kvenna 7 og 8. flokkur kvenna æfði saman í vet- ur og gekk það mjög vel. í lokin voru stelpurnar orðnar 15 talsins og mik- ið fjör á æfingum. Flokkurinn tók þátt í öllum mótum sem í boði voru í vetur og stóðu stelpurnar sig mjög vel og voru félaginu til sóma. Valsstúlkur voru ávallt með besta hvatningarliðið og skemmtu sér konunglega á mótunum. Stelpurnar hafa staðið sig mjög vel og tekið mikl- um framförum. Þjálfari var Hrafnhild- ur Skúladóttir. Aðstoðarmaður hennar í vetur er línumaðurinn efnilegi Bryn- dís Bjarnadóttir. Um 20 stelpur stunda nú handboltann í 7.-8. flokki kvenna og hafa þær nú tekið þátt í einu móti þar sem þær stóðu sig mjög vel. 7. flokkur karla Fjölmennasti flokkurinn í félaginu sl. vet- ur var 7. flokkur karla en því ber nokk- uð að þakka frábæran árangri A-landsiðs karla á Ólympíuleikunum í Kína og góðri skólaheimsókn Sigfúsar Sigurðsson- ar sem hreinlega skipaði þeim að fara að æfa og þeir þorðu ekki öðru, hver hlýð- ir ekki Fúsa? Margir nýir strákar voru í flokknum og var leikið eftir nýjum leik- reglum þar sem aðeins 4 leikmenn eru inná í einu og markvörðurinn spilar einn- ig með í sókn. Þetta gerði það að verkum að Valur fór með 7 lið til keppni í síðasta móti vetrarins. Aðalmarkmið flokksins er að sjálfsögðu að strákarnir kynnist hand- bolta, læri og bæti sig. Þess bera að geta að liðin tóku góðum framförum yfir vet- urinn. Margir efnilegir drengir eru í 7. flokki og mikilvægt að halda vel utan um þennan fjölda sem er nú aðalmarkmiðið í yngstu flokkunum. Þjálfarar eru Óskar Bjami og Maksim Akbachev. Strákarn- ir í 7. flokki hafa í vetur tekið þátt í einu móti og þar sást að í þessum flokki eru margir framtíðarleikmenn Vals og enn er þetta stærsti flokkurinn í Val. Ágústa Edda er þjálfari og henni til aðstoðar er Aron Hjalti Bjömsson. 6. flokkur karla SI. vetur voru um 25 strákar að æfa og tóku þeir þátt í 5 mótum á vegum HSÍ og einu æfingamóti um jólin. í öllum mót- unum voru A, B og C lið. A-liðið endaði í 2. sæti í íslandsmótinu á eftir Selfossi en liðið tapaði aðeins þremur leikj- um yfir veturinn, ölllum gegn Selfossi. A-liðið vann eitt mót, B-liðið vann síð- asta mótið sem haldið var í Vestmanna- eyjum og það 2. deildarmót en yfir all- an veturinn höfðu þeir leikið í 1. deild og staðið sig vel. Bikarinn var góður endir á fínum vetri þeirra drengja. C-liðið tók fínum framfömm yfir veturinn og þeir líkt og allur flokkurinn stundaðu æfing- arnar mjög vel, áhugasamir og efnilegir drengir. I þessum flokki eru margir sem eiga eftir að setja mark sitt á Val í fram- tíðinni. Þjálfarar voru Óskar Bjami og Maksim Akbachev. Um 18 strákar æfa nú undir öruggri stjórn Antons Rúnarsson- ar og Arnars Hrafns Árnasonar og hafa drengirnir nú tekið þátt í tveimur mótum. Strákamir á yngra ári unnu fyrsta móti sem þótti hið glæsilegasta og vom margir foreldrar úr öðmm félögum sem hrósuðu aðstöðunni á Hlíðarenda enda varla til betra hús til að halda mót í yngri flokk- um. Einnig fékk Valur þar hrós fyrir að tjalda mörgum meistaraflokksleikmönn- um í dómgæslu. Eldra árið fór svo í góða 84 Valsblaðið 2009
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.