Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 92

Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 92
„Olíkir heimar en innihaldið það sama“ - Dagur Sigurðsson, þjálfari Fiichse Berlfn, í spalli Eftip Einar Örn Jónsson Dagur Sigurðsson gat sér ungur gott orð í handknattleiksliði Vals. 16 ára var hann orðinn fastamaður liðsins og hápunkt- inum náði hann eflaust árið 1996 þeg- ar fjórði íslandsmeistaratitillinn í röð vannst. Sama ár hélt hann á vit ævintýr- anna þegar hann, ásamt Ólafi Stefáns- syni, samdi við Wuppertal í Þýskalandi. Eftir fjögur ár í örmum þýskra kom hann mörgum á óvart og samdi við jap- anska liðið Wakunaga. Að loknum þrem- ur árum í landi hinnar rísandi sólar gerð- ist hann leikmaður og þjálfari austurríska liðsins Bregenz þar sem hann endurtók leikinn frá árunum í Val og varð meistari fjögur ár í röð, 2004—2007. Þá sneri Dag- ur aftur í heimahagana og gerðist fram- kvæmdastjóri Vals og því starfi gegndi hann til síðustu áramóta en hann hafði í mars 2008 tekið við starfi landsliðsþjálf- ara Austurríkis. í sumar söðlaði hann svo aftur um og heldur nú um taumana hjá hinu stórhuga þýska liði Fiichse Berlín, ásamt landsliðsþjálfarastarfinu austur- ríska. Ég fíla mig rosa vel, segir Dagur aðspurður um nýju heimkynnin. Borg- in er frábcer og klúbburinn spennandi. Umgjöröin og allt í kringum liðið er frábœr. Það er mikil pressa á liðinu að ganga vel núna, við erum í höfuðborg- inni og almenningur er farinn að þrýsta á velgengni. Svo eru fjölmiðlar hérna mjög grimmir, hreinrœktuð gul pressa. Eltast við alls konar smámál og gera úr þeim einhver vandrœði en svo er allt frá- bœrt þegar vel gengur. Fiichse Berlín var í 8. sæti um miðj- an desember eftir að hafa lokið keppni á síðasta tímabili í 10. sæti. Dagur segir að þeir hafi verið óheppnir með leikjaniður- röðun í upphafi tímabils og þurft að kljást við flest stórlið deildarinnar á heimavelli og ekki sótt gull í þeirra greipar. Það hafi aukið kröfumar á sigur í útileikjunum sem hafi gengið að mestu. Ætli við séum ekki á pari hingað til. Það er komið jafn- vcegi í þetta hjá okkur eftir erfiða byrj- un. Ég veit betur um áramótin hvar við stöndum, þá erum við búnir að mœta öll- um liðunum og þá get ég gert upp hvort við séum á réttum stað eða hvort við œtt- um að gera betur. Það er ekkert laun- ungarmál að klúbburinn stefnir á Evr- ópusœti í nánustu framtíð og ég geri mér vonir um að rífa liðið upp um 2 eða 3 sceti í deildinni. Dagur segir í eðli sínu lítinn mun á að starfa í íslensku íþróttafélagi og þýsku stórliði. Þetta snýst um að velja rétt sam- starfsfólk, skapa góðan anda og halda mönnum á tánum. Hérna kem ég ekki að fjármálum klúbbsins beint þó ég komi að kaupum og sölum á leikmönnum. Ég er mest í íþróttahúsinu að sinna þjálf- un. Stœrðarmunurinn er þó augljós. Við fáum að meðaltali 7.500 áhorfendur á heimaleikina og hér eru allir atvinnu- menn. Umgjörðin í kringum félögin eru tveir ólíkir heimar en innihaldið er það sama. Þó að enn hafi lítið á það reynt seg- ir Dagur að vel hafi gengið að samræma starf sitt í Berlín við landsliðsþjálfara- stöðuna hjá Austurríki. Þetta hefur ekki verið nema ein vika hingað til. Það gekk vel með landsliðið þá vikuna en mest kemur til með að reyna á þetta í janúar þegar EM fer fram í Austurríki. Svo hef- ur það hjálpað mér að fylgjast með aust- urrísku leikmönnunum hérna því þeir eru margir í deildinni hér, þar á meðal einn í liðinu hjá mér. Dagur vill ekki gera mikið úr fjaðra- fokinu sem varð í kringum ráðningu landsliðsþjálfara íslands á sínum tíma. Það er ekkert launungarmál að mér var boðið starfið en ég var ekki til í að gefa starf mitt hjá Val upp á bátinn fyrir það. Þegar ég gekk svo til liðs við Berlín var staðan heima orðin allt önnur í kjöl- far hrunsins þó að Valur hafi staðið bet- ur en nokkru sinni fjárhagslega. Eg gekk því stoltur frá starfi mínu þar. Hann úti- lokar jafnframt ekki að snúa aftur að Hlíðarenda í framtíðinni. Ég kem senni- lega alltaftil með að skipta mér eitthvað af hlutunum á Hlíðarenda. Ég hef allt- af sagt að mig langi til að þjálfa Vals- liðið en hvenœr það verður veit enginn. Eg gœti líka alveg hugsað mér að setjast í stjórnina eða bara eitthvað annað. Það er svo margt sem heillar í þessu starfi. í augnablikinu einbeiti ég mér þó að Berl- ín og að því að skríða upp töfluna. 92 Valsblaðið 2009
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.