Valsblaðið - 01.05.2009, Qupperneq 95

Valsblaðið - 01.05.2009, Qupperneq 95
Starfið er margt „Stofnun Valsmanna hf fyrir 10 árum var mikið gœfuspor fyrir Knattspyrnufélagið Val. Tilgangur félagsins var m.a. að vera fjárliagslegur bakhjarl Vals og það hefur rœst og gott betur. Stuðningur Valsmanna hefur verið Val ómetanlegur á þessum tíma sem og viðmót stjórnar og framkvœmdastjóra hvenœr sem ásjár þeirra liefur verið leitað. Samstarf félaganna hefur verið og á að vera náið enda markmið beggja að tryggja iðkendum og félagsmönnum Vals sem bestar aðstœður til að stundi íþrótt sína að kappi,“ segir Hörður Gunnarsson, formaður Vals, er einn þeirra sem þekkja vel til framlags Valsmanna hf. til Vals. Jafet Ólafsson hefur setið í stjórn Vals- manna hf. og segir að framlag þeirra hafi verið ómetanlegt fyrir Val. á þeim tíma var það orð ekki til í íslensku orðabókinni. Markmiðið var að fá á bilinu 10 til 20 einstaklinga sem myndu leggja til á bilinu kr. 500.000,- til kr. 1.000.000,- og þegar því yrði náð myndi almenn hlutafjársöfnun fara af stað. Til að gera langa sögu stutta þá gekk þetta eftir á undraverðum tíma og með hluta- fjárloforð upp á u.þ.b. kr. 12.000.000,- var málið kynnt stærri hópi manna. Þessi þétti hópur frumkvöðla hittist nokk- ur kvöld snemma í nóvembermánuði og skipulagði úthringingar þar sem mál- ið var kynnt og Valsfólki boðið að taka þátt í stofnun félagsins. Lægsta hluta- fjáreiningin var kr. 10.000,- sú hæsta kr. 1.000.000,- en síðan var hverjum sem er heimilt að kaupa hlutfé fyrir allt þar á milli. Sú vinna sem fram fór við stofn- un félagsins var einstaklega ánægju- leg og gefandi fyrir alla þá sem að henni komu. Lögfræðingar innan Vals voru síð- an fengnir til að aðstoða við gerð fyrstu samþykkta og önnur þau skjöl sem nauð- synleg voru. Að lokum var fjölmennur stofnfundur félagsins haldinn að Hlíðar- enda þann 1. desember 1999. Hluthafafjöldi félagsins hefur hald- ist nær óbreyttur frá stofnun félagsins og eru hluthafar 426 talsins og stofnhlutafé félagsins var kr. 43.446.070. Framreikn- að til dagsins í dag miðað við neysluvísi- tölu í desember 2009 nemur þessi fjár- hæð kr. 79.188.300. Þessi upphæð er nú til staðar hjá VBS Fjárfestingarbanka sem allt frá stofnun hefur séð um ávöxt- un og umsýslu verðbréfasafnsins und- ir traustri handleiðslu Guðmundar Frí- mannssonar. Öflug og samhent stjórn Eftirfarandi einstaklingar skipuðu fyrstu stjóm félagsins: Brynjar Harðarson stjómarformaður, Helgi Magnússon vara- formaður, Elías Hergeirsson ritari, Kjart- an Gunnarsson, Örn Gústafsson, Frið- rik Sophusson og Stefán Gunnarsson. Guðmundur Frímannsson var kjörinn fyrsti endurskoðandi félagsins. Síðustu þrjú árin hefur stjórnina skipað; Brynj- ar Harðarson stjórnarformaður, Ingólfur Friðjónsson varaformaður, Karl Axels- son, Guðni Bergsson, Theódór Halldórs- son, Karl Jónsson og Jafet Ólafsson. Mikill einhugur hefur alla tíð ríkt um störf og stefnu félagsins. Það var hlutverk fyrstu stjómar að marka félaginu stefnu og setja því markmið. Eitt af gmndvallar markmiðum félagsins er að hlutafé þess sé ætíð til staðar uppreiknað miðað við verðlagsbreytingar. Fyrstu árin meðan starfsemi félagsins miðaðist við þá ávöxt- un sem félagið hafði af verðbréfasafninu var geta þess til að styrkja Val takmörk- uð. Fyrsta fjárfesting Valsmanna hf. var stóra auglýsingaskiltið við Bústaðaveg. Þrátt fyrir að vera stór fjárfesting á þeirra tíma mælikvarða, en kaup og uppsetning á skiltinu nam u.þ.b. 10 milljónum króna, hefur þessi fjárfesting skilað sér margfalt til baka. Fyrstu árin sáu stjórnarmenn um að afla auglýsenda á skiltið en nú hefur eignarhald og umsýsla á skiltinu færst yfir til Vals og reksturinn alfarið í hönd- um skrifstofu Vals. Straumhvörf í starfsemi Valsmanna hf. árið 2004 Á gamlársdag árið 2004 urðu straum- hvörf í starfsemi Valsmanna hf. þegar félagið festi kaup á byggingarréttindum á Hlíðarenda. Reykjavíkurborg og Knatt- spymufélagið Valur gerðu með sér sam- Brynjar Harðarson hefur verið formaður Valsmanna hf. frá upphafi. komulag um að Valur léti af hendi hluta af erfðafestulandi Hlíðarenda til Reykja- víkurborgar, sem annars vegar myndi með deiliskipulagi breyta landnotkun í íbúðar- og atvinnuhúsnæðislóðir og hins vegar selja landið til uppbyggingar. And- virði sölunnar átti síðan að ganga til upp- byggingar á nýjum íþróttamannvirkj- um á Hlíðarenda en þó þannig að fyrst yrðu greiddar upp allar þær skuldir sem hvfldu á Hlíðarenda. Ákvörðun um þessi kaup var bæði umfangsmikil og erfið því skuldbindingin var stór. Að vel athuguðu máli var einhugur innan stjómar félags- ins að fara út í þessa fjárfestingu. Að baki þessari ákvörðun lá annars vegar sú vissa að hér væri um mjög verðmætt land að ræða sem ætti enn eftir að auka verðmæti sitt í framtíðinni og hins veg- ar vildu menn geta haft áhrif á hvernig skipulagi yrði háttað á þessu landi sem um alla framtíð myndi verða nágrenni íþróttasvæðisins á Hlíðarenda. Valsblaðið 2009 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.