Valsblaðið - 01.05.2009, Page 96

Valsblaðið - 01.05.2009, Page 96
Stefán Karlsson framkvœmdastjóri hafði þetta að segja um Valsmenn hf. „Samstarf okkar við Valsmenn hefur verið mikið og gott,félagið hefur verið ómetanlegur bakhjarl fyrir Knattspyrnufélagið Val. Sameiginlegu markmið og hagsmunir okkar liggja í uppbyggingu svœðisins í kring og hugsjóninni um enn betra og öflugra félag. Ahugi stjórnarmanna í Valsmönnum áframgangi Vals er mikill og ósvikinn.“ Sigurður Eggertsson leikmaður í meistaraflokki í handbolta er með honum á myndinni. Kaupin voru erfið í fæðingu. Fyrsta til- boði okkar var hafnað af þeirri ástæðu að borgin vildi setja söluna í almennt útboð og eins höfðu borist fréttir af hækk- uðu lóðaverði á fasteignamarkaði. Það má því segja að tímasetningin hafi verið mjög góð fyrir Raykjavíkurborg því eft- irspurn eftir lóðum var að stóraukast á þessum tíma en framboð hins vegar mjög takmarkað. Stjórn Valsmanna hf. tók því ákvörðun um að hækka tilboð sitt sem leiddi til þess að því var á endanum tek- ið og skrifað undir bindandi kauptilboð á gamlársdag 2004. Með þessum kaup- um má segja að allt umhverfi félagsins hafi breyst, umsvifin stóraukist, skuld- bindingar margfaldast og ný tækifæri skapast. Þann 11. maí 2005 var geng- ið frá endanlegum kaupsamningi á fimm byggingarlóðum þar sem byggja mátti 25.000 fermetra af húsnæði. Kaupverð- ið var 870.452.843 kr. og fyrsta greiðsla að fjárhæð kr. 485.060.000,- var greidd. Gerður var mjög hagkvæmur fjármögn- unarsamningur við Frjálsa fjárfesting- arbankan sem Valsmenn hf. áttu síðan mjög gott samstarf við allt fram að hruni bankakerfisins. Frásögn af öllum þeim samningum, frestunum, töfum, breytingum og gjörn- ingum sem átt hafa sér stað á þeim fimm árum sem liðin eru frá upphafi þessa máls, er í raun efni í heila bók. En það sem lýsir málinu kannski best er að þær byggingarlóðir sem áttu að afhendast okkur tilbúnar til byggingarframkvæmda í septembermánuði 2005 hafa enn ekki verið afhentar okkur af seljanda, sem er Reykjavíkurborg. Þess í stað hafa með jöfnu millibili verið gerðir nýir samn- ingar við Reykjavíkurborg þar sem fram koma nýjar dagsetningar og ný loforð um efndir. Sumarið 2008 var enn einu sinni gengið til samninga og þá sá borgin að hún átti ekki aðra úrkosti en að semja við félagið um greiðslu tafbóta sem getið var um í samningi frá 4. apríl 2006 auk þess að bæta félaginu annan sannanlegan skaða ef komast átti hjá skaðabótamáli. Allir samningar félagsins hafa ver- ið þríhliða, þ.e. milli Valsmanna hf., Reykjavíkurborgar og Knattspyrnu- félagsins Vals, þar sem verið var að eiga viðskipti með erfðafestuland Vals og eins og áður sagði átti söluandvirðið að ganga til uppbyggingar á Hlíðarenda. Það var því stór dagur þann 11. maí 2005 þeg- ar allar skuldir Vals voru greiddar upp og félagið varð skuldlaust í fyrsta sinn í langan tíma. Þannig er staðan í dag og verður vonandi um alla framtíð. Aðkoman að Hlíðarenda verður stórbætt á næstunni Þann 15. júlí sl. var síðasti samning- ur þessara aðila undirritaður. Fyrir utan venjubundin samningsatriði ef svo má að orði komast eins og að ákveða hvenær endanlegt deiliskipulag skuli frágengið var í þessum samningi samið um mjög veigamikið hagsmunaatriði fyrir Val, sem er heimtröðin að Hlíðarenda. Segja má að félagið hafi aldrei haft almenni- lega aðkomu að félagssvæðinu en á því hefur, þegar þessi grein mun birtast, orð- ið mikil breyting. En það fyrirkomulag sem er á þessari framkvæmd náðist ekki baráttulaust. Bæði forráðamenn Vals og Valsmanna hf. urðu að beita sér af krafti fyrir því að eðlilegra hagsmuna Vals væri gætt í þessari framkvæmd. Um þetta segir m.a. í samningnum: „í fyrirliggj- andi tillögum að hönnun Hlíðarfótar, sbr. Róbert Jónsson er ánœgður með stuðn- ing Valsmanna hf. við félagið sl. 10 ár. fylgiskjal merkt A, hefur Reykjavíkur- borg skuldbundið sig til að gera ráð fyr- ir að- og fráreinum í hægri beygju, utan umferðarljósa til vesturs frá athafnasvæði Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda. Að auki skuldbindur Reykjavíkurborg sig til þess að láta gera önnur gatnamót á Hlíðarfæti, á milli þessara gatnamóta og gatnamóta við Hringbraut. Mark- miðið með þeim er að létta á álagi nýrra gatnamóta að Hlíðarenda. Reykjavíkur- borg skuldbindur sig til þess að skipu- leggja undirgöng fyrir gangandi umferð sem tengi Hlíðarendareit og Valssvæðið við Öskjuhlíð. Vegna þeirrar miklu rösk- unar sem verða á og umhverfis athafiia- svæði Knattspymufélagsins Vals á með- an á uppbyggingu Hlíðarfótar stendur skal Reykjavíkurborg gera bráðabirgða- bflastæði sem verða nýtt meðan á fram- kvæmdum stendur og fram til þess tíma er uppbygging á byggingarsvæði Vals- manna hf. hefst. Staðsetning bflastæð- anna skal vera suðvestan við núverandi æfinga- og gervigrasvöll að Hlíðarenda. Gert er ráð fyrir að bráðabirgðabflastæði þetta rúmi allt að 300 bfla og verði yfir- borð þess úr viðeigandi möl.“ Rétt ákvörðun að kaupa byggingarland næst Hlíðarenda Það má því segja að tíminn hafi leitt í ljós að það var rétt ákvörðun að kaupa bygg- ingarlandið næst Hlíðarenda og geta með beinum hætti haft áhrif á hvernig skipu- lagi og uppbyggingu þess verður hátt- að. f allri vinnu Valsmanna hf. við skipu- 96 Valsblaðið 2009
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.