Valsblaðið - 01.05.2009, Side 97

Valsblaðið - 01.05.2009, Side 97
Starfið er margt Auglýsingaskiltið að Hlíðarenda var fyrsta fjárfesting Valsmanna hf. og er nú í eigu Knattspyrnufélagsins Vals. lagsmálin hefur verið gott og farsælt samstarf við forystumenn Vals sem ég vil trúa að hafi skilað sér til Vals og Vals- manna allra á margvíslegan hátt. Við höf- um sömuleiðis átt mjög gott samstarf við borgina og starfsmenn hennar. Þrátt fyrir endalausar tafir og breytingar höfum við ávallt reynt af fremsta megni að leysa þau vandamál sem við okkur hafa blasað og sýnt frumkvæði í að finna þær lausn- ir sem mögulegar hafa verið hverju sinni. í þessu samhengi er ekki hjá því komist að minnast á þátt Kristjáns Asgeirssonar arkitekts, sem bæði er skipulagshöfundur Hlíðarendareitsins og arkitekt að öllum nýjum mannvirkjum á Hlíðarenda. Bæði Valur og Valsmenn hf. hafa notið bæði hans miklu hæfileika, sem arkitekts og óþrjótandi áhuga á öllum þeim verkefn- um sem snúið hafa að skipulagi og upp- byggingu mannvirkja. Hann hefur ekki hvað síst unnið vel fyrir borgina í deili- skipulagsmálum svæðisins þar sem stöð- ugar breytingar hafa gert verkefnið bæði erfitt og flókið í vinnslu og framkvæmd. Valsmenn hf. á tímamótum Valsmenn hf. standa nú á miklum tíma- mótum. Samningar standa nú yfir við slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbank- ans um skuldir félagsins. Niðurstaðan úr þeim samningum mun ráða miklu um framtíð félagsins og hvaða stefnu félagið getur tekið. Það er bjargföst trú stjórnar- manna félagsins að hagstæðir samningar muni nást enda er slitastjóminni boðinn mjög hagstæður samningur til lausnar á skuldastöðunni og því sé framtíð félags- ins björt. Grímur Sœmundsen fyrrverandi formaður Vals hefur þetta að segja um framlag Valsmanna hf. til félagsins. „Sýn stofnenda Valsmanna hf. fyrir 10 árum síðan var sú, að félagið yrði fjárhagslegur bakhjarl fyrir Knattspyrnufélagið Val. Reynslan staðfestir að þetta markmið hefur náðst. Þar hefur náin samvinna forystumanna Knattspyrnufélagsins Vals og Valsmanna hf. leikið lykilhlutverk. Avöxtur þessarar samvinnu sér nú stað að Hlíðarenda.“ Stuðningur Valsmanna hf. við ýmis verkefm á félagssvæðinu Valsmenn hf. hafa á síðustu ámm látið málefni félagssvæðisins á Hlíðarenda sig stöðugt meira varða enda verðugt verkefni þar á ferð. Framkvæmdir við gervigras- völlinn, Lollastúku og innanstokksmuni í nýja íþróttahúsið em þar stærstar. Auk þessa hefur félagið styrkt margar smærri framkvæmdir og fært Val gjafir sem nýt- ast og setja svip á félagssvæðið. I tilefni 10 ára afmælisins færði félagið Val að gjöf lýsingu í steyptu veggina umhverfis aðalleikvanginn ásamt fjölnota bíl til við- haldsverkefna á félagssvæðinu. Félags- svæði Vals er að verða eitt af glæsilegustu íþróttasvæðum höfuðborgarinnar bæði hvað varðar alla íþróttaaðstöðu og einnig í útlitslegum skilningi. Að svæðið sé fallegt og vel hirt skiptir máli og er mikilvægur þáttur í heildarímynd félagsins. En verkefnin eru óþrjótandi og Vals- menn hf. eiga enn mikið starf óunnið og eiga vonandi eftir að þjóna hlutverki sínu um langa framtíð. Enn er ólokið því mikla verkefni að reisa knatthús á gamla keppnisvellinum við hlið núverandi aðal- leikvangs. Knatthúsið mun loka upp- byggingarverkefninu á Hlíðarenda og er verðugt verkefni fyrir Knattspyrnufélag- ið Val og Valsmenn hf. að takast á við í sameiningu. A þessum tímamótum vill stjórn Vals- manna hf. þakka Knattspyrnufélaginu Val og öllum þeim fjölmörgu stjórnar- og starfsmönnum þess sem við höfum unnið með fyrir gott og ánægjulegt samstarf. Þá vill stjórn Valsmanna hf. hvetja alla Valsmenn, stuðningsmenn sem iðkend- ur að muna eftir uppruna Knattspyrnu- félagsins Vals hjá hinum merka friðar- og trúarleiðtoga séra Firðriki Friðrikssyni og ræktaði svo vel þann góða anda og sið- ferðisvitund sem þessi merkilegi maður hélt svo vel á lofti í lífi sínu og starfi. „Látum aldrei kappið bera fegurðina ofurliði". Brynjar Harðarson formaður Valsmanna hf. Valsmenn hf. gáfu Knattspyrnufélaginu Val Lollastúkuna árið 2007. Valsblaðið 2009 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.