Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 112

Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 112
Tveir Valsarar leika einleik með Sinfoníunni Stefán Jón Bernharðsson hornleikari Því hefur verið haldið fram að Val- ur sé músíkalskasta félag landsins. Því til sönnunar má benda á fjölda tónlist- armanna úr ýmsum greinum tónlistar- innar sem fylkja sér undir merki félags- ins. Má þar nefna Sigfús Halldórsson, Kristin Hallsson og Stefán Hilmarsson. Færri vita að tveir Valsmenn hafa á þessu ári leikið einleik með Sinfóníuhljóm- sveit íslands, Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Stefán Jón Bemharðs- son hornleikari. Báðir eru harðir Valsar- ar sem þrátt fyrir annir í tónlistinni mæta eins oft á völlinn og mögulegt er. Stef- án hefur í nógu að snúast þessa dagana því auk starfa sinna í Sinfóníunni leikur hann með hljómsveitinni Hjaltalín. Vík- ingur mun leika með Kristni Sigmunds- syni söngvara fyrir jólin. Stefán, af hverju ertu Valsari? „Ja, það er nú þannig að ég held með tveim- ur félögum Val og Manchester United. Ég bara fæddist inn í þau bæði. Þegar ég var strákur bjó ég fyrst í Breiðholtinu og síðar í Smáíbúðahverfinu. Mamma er hins vegar alin upp niður í miðbæ, í Vals- hverfínu. Öll hennar fjölskylda er Vals- arar. Ekkert annað félag kom til greina en Valur. Pabbi er hins vegar Englend- ingur, kemur frá Manchester. Auðvit- að United-hluta borgarinnar. Hann hef- ur stutt félagið frá blautu bamsbeini. Afi býr meir að segja enn þá skammt frá Old Trafford.“ Þú hefur samt aldrei stundað íþróttir með Val? „Nei, ég hef aldrei verið virk- ur sem íþróttamaður með Val. Getan var kannski ekki í samræmi við áhugann. Ég spila núna í Carlsbergdeildinni með KF Mjöðm ásamt mörgum öðmm stuðnings- mönnum Vals.“ Þú tilheyrir hörðum kjarna stuðnings- „Það var eiginlega ákveðið áður en ég fæddist að ég yrði Valsari. Ég lék með félaginu upp í fjórða flokk en þá þurfti ég að velja á milli píanósins og fótboltans. Píanóið varð ofaná, það var öllum fyrir bestu held ég. Síðan hef ég alltaf fylgst með fótbolta og auðvitað Val alveg sérstaklega. Fótboltinn er fínt mótvægi við tónlistina; á sama hátt og enginn verður áhugaverður af því að fylgjast bara með boltanum er nauð- synlegt fyrir listamenn að eiga áhugasvið fyrir utan Iistina,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Valsari. manna meistaraflokks karla í fótbolta. „Já, þetta er nokkuð stór hópur sem skiptist nú reyndar í einingar. Minn hóp- ur stendur vel saman. Við erum flestir með ársmiða og mætum á hvem einasta leik. Reyndar var síðastliðið sumar ekki gott hjá mér því ég var mikið í útlöndum, komst bara á fjóra leiki.“ Stuðningsmenn hafa miklu hlutverki að gegna, ekki satt? „Félagið væri ekk- ert án okkar. Þess vegna finnst mér að það mætti sinna okkur stuðningsmönnum mikið betur, t.d. á leikdegi. Svo er mik- ið verk óunnið við að vekja alla „sófa“ Valsarana til lífsins. Fá þá til að koma á völlinn og öskra.“ Það hefur ekki alltaf verið sældarlíf að styðja meistaraflokk karla í knatt- spyrnu. „Toppurinn var auðvitað þeg- ar við urðum íslandsmeistarar 2007. Það var rosaleg tilfinning. Sérstaklega næst síðasti leikurinn við FH sem við unnum. Dagurinn sem við urðum íslandsmeistar- ar var nú bara einn sá besti í mínu lífi ... það er nú ekkert minna en það.“ Þú er kominn af tónlistarmönnum. Komstu hjá því að verða tónlistarmað- ur? „Varla. Pabbi, Bemharður Wilkinson er flautuleikari og hljómsveitarstjóri og mamma er Agústa Jónsdóttir fiðluleik- ari í Sinfóníunni. Ég er alinn upp í tón- listinni.“ Hver er munurinn á að spila einleik með Sinfóníunni og fótbolta? „Ég held að það sé ekki ósvipað. Það er stress fyr- ir leik, ýmislegt ófyrirséð getur gerst sem bregðast þarf við á stundinni. Þetta er svipað á tónleikum. Svo er keppnisskap ekki síður nauðsynlegt fyrir hljóðfæra- leikara heldur en íþróttamann og auðvit- að er lykilatriði að vera í góðu formi." 112 Valsblaðið 2009
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.