Valsblaðið - 01.05.2009, Side 115
Karlaklúbburinn
Fálkarnir í Val
Hugmyndin er að Fálkarnir sé karlaklúbbur sem
hefur það að markmiði að styðja við yngri flokka
slarf Knattspyrnufélagsins Vals í öllum deildum.
Allt yngri flokka starf beggja kynja og
allra greina upp í 3. flokk í fótbolta og
sambærilegan aldur er undir. Þó að hóp-
urinn sem er að starta þessu undir for-
ystu Benna (Benónýs Vals Jakobsson-
ar) sé að mestu pabbar tengdir 96-98
árgangi stráka sem eru í handbolta og
fótbolta eru nú þegar fleiri pabbar (og
aðrir áhugamenn) komnir að málinu en
markmiðið er að hafa sem breiðastan hóp
karla. Hugmyndin er að hittast mánaðar-
lega yfír vetrartímann, borða kvöldverð
og á hverjum fundi skal vera áhugavert
erindi sem tengist Val, uppeldisstarfi og
eða bara málefni líðandi stundar. Félags-
menn greiða mánaðarlegt gjald sem skal
skuldfært af greiðslukorti, á móti er inni-
falin máltíð á hverjum fundi. Gjald-
ið rennur svo að hluta í fjáröflunarsjóð.
Einnig mun klúbburinn standa fyrir
2-3 fjáröflunum á
hverju ári. Fé í sjóð
verður svo varið
til styrkja við ung-
lingastarfið vænt-
anlega eftir styrk-
beiðnum. Aðgangur
að klúbbnum verður
opinn fyrir alla karla
sem vilja styðja
við þetta góða mál-
efni en eftir stofn-
fund verður þó
um „strangar" inn-
göngureglur að ræða
líkt og í klúbbum eins og Kíwanis og
Lions.
Mánaðargjald verður ákveðið á stofn-
fundi en stefnt er að því að hafa það eins
lágt og hægt er. Stofnfundur var 3. des-
Sigþór Sigurösson
ember síðastliðinn. í fyrstu
stjórn Fálkanna sitja Benóný
Valur Jakobsson, Sigurvin
Sigurðsson, Baldur Þorgilsson, Magn-
ús Guðmundsson, Ólafur Ástgeirsson og
Sigþór Sigurðsson.
F.h. Fálkanna,
Sigþór Sigurðsson
Afreksmenn i skokkhópi Vals
Þúrdís og Þorgeir úr Skokkhúpi Vals syntu Drangeyjarsund
Þórdís Hrönn Pálsdóttir og Þorgeir Sig-
urðsson sem hlaupið hafa með skokk-
hópi Vals syntu hefðbundið Drangeyjar-
sund laugardaginn 8. ágúst síðastliðinn.
Þau syntu í samfloti með Heiðu Björk
Jóhannsdóttur, sem er ung stúlka úr Skaga-
firði. Þórdís og Heiða voru fyrstu konum-
ar til að synda þetta sund. Ekki var langt á
milli sundmanna en Þorgeir var þó fyrstur
á tímanum 2 klst 26 mínútum sem er lík-
lega besti tími þeirra sem synt hafa og ekki
verið í blautbúningi (neonfreon). Drang-
eyjarsund er þó ekki keppni í hraða heldur
snýst um að komast alla leið og þola kuld-
ann. Þeir sem eru lengstan tíma í sjónum
eru í raun mestu hetjumar. Þórdís og Þor-
geir vom afskaplega ánægð með að hafa
náð þessu markmiði sínu. Á æfingatíma-
bilinu í fjóra mánuði fór að verða fastur
liður hjá skokkhópi Vals að skella sér öðm
hverju í sjósund eftir hlaup.
Amts III bókasafnið á Ak llllllllllllll 03 613 331 ureyri ll'l
115
Valsblaðið 2009