Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Page 25

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Page 25
25 eins við að kunna lögin, heldur líka nota pau í dag- legu lífi. Höfðingjarnir tóku að sjer málin og vörðu þau og sóttu með þeirri málsnilld, sem æfingin veitir. Bændur voru nefndir í dómana, og urðu því að þekkja lögin, þeir voru líka teknir sem meðdómendur í lög- rjettu og unnu þar ásamt goðunum að samningi lag- anna. Fjöldi fólks streymdi saman til þinganna, bæði sem skyldugir þingfararmenn og svo aðrir sjer til skemmtunar og fróðleiks; þar lærðu menn að koma fram á meðal manna. A þingunum voru sagðar sögur og kvæði flutt af hinum vitrustu og gáfuðustu mönn- um, þeir stóðu þar meðal fólksins eins og kennendur þess og leiðendur hugsunarháttarins, Stjórnarfarið greip þannig inn í líf manna, sem menntandi og göfgandi, þar sem menn voru sjálfir neyddir til að taka þátt í stjórnarstörfunum, og um leið hlutu að njóta þeirrar menningar, sem þingin veittu. |>etta breyttist mjög lítið við lcomu kristninnar; hin gömlu lög og venjur hjeldust allt fram að þeitn tíma, að landið gekk undir konung. Aður en kristnin kom, voru margir menn sann-menntaðir á landi hjer, þótt eigi væri það bókleg menntun; það var nytsöm þekking, komin fram af reynslu og eptirtekt, og átti þá vel við lífið undir öll- um kringumstæðum. Jfiptir að kristnin kom, komst hjer á klausturlifn- aður og föst klerkastjett eins fijótt og í grannalöndun- um. Hin katólska kirkja hitti hjer engan blindan skríl, sem hægt var að leiða eins og sauði; fyrir því ber lítið á ókostum hennar í fyrstunni. Kristnin liafði sín vanalegu góðu áhrif á landsfólkið, en kirkjan lítil sem engin. Með kristninni komu bókmenntir og vís- ^ndi, en eigi hið rómverska vald, það kom ekki fyrri 6n eptir 200 ár, en varð þó aldrei eins mikið og ann- urstaðar. fað varð samband milli hins gamla goða-

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.