Morgunn - 01.12.1931, Qupperneq 30
156
MORGUNN
»Meistarinn er hér og vill finna þig,« sagði Marta við'
systur sína sorgbitna, er hún sjálf hafði átt hið huggandi
viðtal við Krist. Vér heyrum fögnuð og von titra í þeim
orðum.
Þessum orðum vil eg snúa til þin, áheyrandi minn.
»Meistarinn er hér og vill finna þig,« umfram alt þig, sem
býr við freisting, efa, sorg og neyð. Til þín vill hann koma
með öruggan boðskap upprisunnar og lífsins. Og hann
hefir, guði sé lof, fleiri leiðir en eina, til þess að koma
þeim boðskap inn í hjarta þitt, því að »hann vantar hvergi
vegi«.
»Meistarinn er hér og vill finna þig.« Oss finst ekk-
ert geta verið jafn satt um náð drottins vors Jesú Krists
sem þetta, er austræna skáldið segir:
»Hefir þú ekki heyrt hið hljóða fótatak hans? Hann
kemur, kemur, hann er alt af að koma.
»Hann kemur á hverju augnabliki, við hver aldarhvörf,
hverja nótt og á hverjum degi; hann er ait af að koma.
. . . Hann kemur, hann kemur í sorginni, harmarnir eru
fótspor hans, er hann stígur inn í helgidóm hjarta míns,
og það eru einnig fótspor hans, sem tendra geislabál gleð-
innar í hjarta mér.«
Haustið er komið. Og fölnun þess sýnir oss dauðans
spor á vegum vorum. En —
»Kristur, ástvin alls sem lifir,
er enn á meðal vor.
Hann ræður mestum mætti yfir
og máir dauðans spor.“
Honum, huggaranum, sem máir spor dauðans, honum,
von dýrðarinnar, sé þökk og eilífur heiður.