Morgunn - 01.12.1931, Page 53
M 0 II G U N N
179
P. F.: ,,Það hefir verið sagt við yður: Bolsivikkar
heimila yður að koma aftur með þessum og þessum skil-
yrðum, en þér hafið neitað. Maðurinn, sem kom að finna
yður, var ekki Rússi. Það var sendimaður. Hann var ekki
úr Austur-Evrópu. Hann var frakkneskur“.
Petroff: ,,Það er alveg rétt, hann var frakkneskur“.
P. F. ,,Mér er sýnt, að þér hafið breytt um ferðaá-
ætlun á sjónum. Þér komuð ekki beint til Frakklands.
Og þó var það fastur ásetningur yðar, er þér fóruð það-
an, sem þér voruð, að fara beint til Frakklands. Hafið
þér ekki verið í Grikklandi?“
Petroff: „Jú, eg hefi ferðast þangað“.
P. F.: „Mér er sagt nokkuð, sem ekki snertir þetta
mikið, en það er þetta: Hafið þér ekki verið að hugsa
um þessa heimilisvenju — eg veit ekki, hvort hún er
rússnesk —; það er sett kaka á borðið og umhverfis
hana vaxkerti. Hafið þér ekki átt einhverja samræðu
um þetta?“
Petroff: „Það getur verið, því að við höfum ekki
getað haldið þennan sið á þessu ári; eg var veikur“.
P. F.: „Yður hefir þótt fyrir, að það var ekki
gjört“.
Petroff: „Já, mér féll fremur illa, að hafa ekki
gjört það; það var á páskunum, og þetta er venja í
Rússlandi".
Fundur 7. júlí 1925.
P. F. kemur inn og segir: „Eg heilsa yður öllum
og bið yður að losa mig við vandkvæði, sem hafa þving-
að mig í 3 daga. Eg hefi nokkuð að segja um hr. Guanl.
Hver er Guanl eða sem umgengst einhvern Guanl?“
Kona svarar: „Eg þekki mann, sem heitir Guanl“.
Frú L. segir: „Eg á líka vini, sem heita Guanl“.
P. F. snýr sér að frú L.: „Eg vil reyna að sjá yðar
Guanl. Eg á að gefa ákveðna skipun um þennan Guanl,
að hætta þegar í stað við fyrirætlun, sem mundi leiða
12*