Morgunn - 01.12.1931, Síða 97
M ORGUNN
223
Huernig Robert lames Lees
korn upp um ’Jakob kuiörÍ5tora.*
í mánaðarritinu »International Psychic Gazette« fyrir
aprílmánuð þ. á. er sagt frá þvi, sem i fyrirsögninni greinir.
En áður en eg þýði frásögn ritsins, vil eg minnast fám
orðum á manninn, sem kom þessu upp.
Robert James Lees andaðist í Leicester á Englandi
10. jan. þ. á., 81 árs að aldri. Hann var frábær miðill og
einnig frábær maður. Einn vinur hans, herra Dan Black,
lét svo um mælt, er hann lézt:
»Með láti hans er horfinn sjónum vorum maður, sem
var máttugur í góðum verkum fyrir kraft bænarinnar, blys-
beri kristilegs sannleika, sem auðmjúklega lifði í anda drott-
ins, sem hann elskaði, og helgaði jjjónustu hans líf sitt í
hjartanlegri tilbeiðslu og óþreytandi sjálfsafneitun, og hlotn-
aðist honum í umbun fyrir það sá háleiti friður hjartans
og rósemi samvizkannar, sem svo fagurlega lýsti sér í hinu
ástúðlega skaplyndi hans.
»Fáir eru þeir, sem í slikum mæli hafa áunnið sér
traust og vináttu manna í æðstu stöðum, og enn færri
þeir, er fengið hafa svo freistandi tilboð og likleg til mik-
illa hagsmuna og góðrar afkomu. En fyrir herra Lees var
að eins ein ákveðin köllun, sú að þjóna hinu æðsta mál-
efni og þeirri köllun var hann trúr óhikað og staðfastlega
til síðasta andardráttar, þótt það hefði í för með sér marg-
ar raunir og erfiðleika.
»Nafn hans mun varðveitast til síðari tfma í tveim
ágætum bókuin hans, »Gegnum þokuna« og »Himneskt
líf«, sem eru frábærlega merkilegar um sálræna reynslu og
auk þess að þær eru ágætar til minja um hann, bera þær
* Morðingi þessi (Jack the Ripper) framdi glæpi sina á ofan-
verðri síðustu öld. Er hér nokkuö sagt frá þeim atburðum.