Morgunn


Morgunn - 01.12.1931, Page 99

Morgunn - 01.12.1931, Page 99
M 0 R G U N N 225 niður langa aðalgötu. Hann fylgdi þeim eftir með hugar- sjón sinni og sá þau ganga inn í mjóan húsagarð. Hann gætti að og las nafnið á garðinum. Það var brennivinsbúð nálægt þessum húsagarði og blasti við ljós. Þegar hann leit út um glugga, sá hann að visarnir stóðu á 12,40, þeim tíma, er veitingahúsum var lokað á kvöldin. Þegar hann gáði að (í skygnisýninni), sá hann mann- inn og konuna fara inn í dimt horn á garðinum. Konan var hálfdrukkin, en maðurinn alls gáður. Hann var í dökk- um fötum úr skozku efni með ljósan yfirfrakka á hand- leggnum, og ljósblá augu hans glömpuðu i geislum lampa- ljóssins, sem dauflega lýsti upp þetta skúmaskot. Maðurinn lagði aðra höndina á munn konunnar, auðsjáaulega til þess að hindra það að hún æpti, dró hníf upp úr vasa innan á vestinu og skar hana á háls. Blóðið spýttist á skyrtubrjóst hans. Hann skar siðan í líkama hennar ýmsa djúpa skurði með vísindalegri leikni, þerraði gætilega hníf sinn á klæð- um konunnar, stakk honum í skeiðar og fór í hinn ljósa yfirfrakka, hnepti honum upp úr, eins og til að hylja skyrtu- brjóstið og gekk í hægðum burtu frá morðstaðnum. Herra Lees varð svo mikið um þessa spá- y”sönnyniS mannlegu sÝn a morði, sem mundi verða framið, að hann fór þegar í stað til Scot- land Yard* og sagði leynilögreglunni alla söguna. Lög- regluþjónarnir héldu helzt að hann væri eitthvað vitskert- ur, en til þess að gera honum til geðs, ritaði þjónn sá, er starfi gegndi, nafnið á staðnum, þar sem herra Lees sagði, að glæpurinn yrði framinn, og einnig tímann, 12,40 um nótt, er kviðristarinn og fórnardýr hans mundu fara inn í húsagarðinn. Klukkan 12,30 næsta kvöld gekk kona inn á veitinga- hús nálægt þessum húsagarði. Hún var mjög drukkin og veitingamaðurinn neitaði að veita henni meira. Hún fór út úr húsinu blótandi og með öðru illu orðbragði. Annað * Hin nafnfræga lögreglustöð í Lundúnum. 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.