Morgunn - 01.06.1944, Blaðsíða 12
8
M O R G U N N
þarf jarðneski líkaminn einnig að deyja, sv^ að kjarninn,
sem í honum felst, sálarlíkaminn, fái frelsi sitt og þroska-
möguleika. Þetta er leyndardómur dauðans, eins og frum-
kristnin þekkti hann, og eins og hin nýju sálrænu vísindi
hafa uppgötvað hann fyrir rannsóknir margra mikilhæfra
vísindamanna, sem unnið hafa sér heimsfrægð fyrir önnur
vísindaleg afrek jafnhliða.
Þennan sannleik hafa menn þekkt löngu fyrir daga Páls
postula og frumkristninnar. Jobsbók ber það greinilega
með sér, að hinn spaki höfundur hennar hefir vitað, að
dauðinn er í því fólginn, að sálin er „dregin út“ af líkam-
anum, eins og hann orðar það, en Páll virðist hafa haft
fullkomnari vitneskju um það ástand sálarinnar, að hún
er í likama, þótt ekki sé hann gerður af jarðnesku efní.
Þessa hluti þekkti Páll fyrir dulskyggni sína. Hann hafði
sjálfur séð Krist upprisinn, og hafði haft kynni af mörgum,
sem höfðu séð hann hina eftirminnilegu daga, þegar hann
gekk um meðal vina sinna og lærisveina í upprisulíkam-
anum. Páll vissi þess vegna, hvað hann var að segja, þegar
hann skrifar söfnuði sínum í Korintuborg, að til séu jarð-
neskir líkamir og til séu himneskir líkamir. Þar var hann
blátt áfram að tala um það, sem hann hafði heyrt og séð.
Samkvæmt kenningu Páls postula, er upprisa Krists
trygging fyrir upprisu vorri, og er það vitanlega rökrétt
ályktað. En þá hljótum vér einnig að ganga út frá því, að
enginn eðlismunur sé á upprisu vorri og uprisu hans, held-
ur aðeins stigmunur, þar sem hann var fullkomnari en
vér. Samt hefir lifað í kirkjunni fram til þessa dags, og
lifir enn í mörgum sálmum, sem vér syngjum, kenningin
um grafarsvefn, dómsdag og upprisu holdsins á efsta degi.
Að ekki sé um ósköpin talað, eins og það, þegar einn af
nútimabiskupum ensku kirkjunnar er að vígja kirkjugarð,
sem liggur á fögrum stað, og samfagnar þeim, sem þar
verði grafnir, yfir þeirri fögru útsýn, sem bíði þeirra, þegar
þeir rísi úr gröfum sínum á efsta degi. Annað hvort skjátl-
ast þessum guðfræðingum og sálmaskáldunum, eða Páli