Morgunn - 01.06.1944, Side 50
46
M O R G U N N
Og áður en ég gat svarað honum nokkru, var hann horf-
inn eins hljótt og skyndilega eins og hann hafði komið.
1 langan tíma, — ég get ekki sagt nákvæmlega hve
lengi, — sat ég við borðið mitt og braut heilann um þenn-
an kynlega atburð, sem fyrir mig hafði komið. Tilfinningar
mínar börðust milli vonar, ótta og kvíða. Von, af þvi
að nú var ég sannfærð um, að vér lifum eptir dauðann.
Ég hafði séð og heyrt eigin son minn og vissi, að þetta var
enginn hugarburður. Ötti, af því að skilaboðin þýddu, að
allir mundu deyja, sem færu þessa för næsta dag, eða rétt-
ara sagt i dag, því að nú var orðið svo frammorðið. Og
kvíði af því að ég vissi ekkert, hvað ég ætti til bragðs að
taka. Átti ég að aðvara þau öll? Ef ég gjörði það, mundu
þau einungis hlægja að mér og jafnvel halda, að ég væri
gæri gengin af vitinu.
Ég ákvað þá að fara fyrst að sofa og kynni þá að finna
eitthvert ráð, er ég vaknaði. Ég tók þá í hægðum mínum
saman áhöld mín og lagðist upp í kalt rúmið og sofnaði
brátt, þótt mér væri kalt.
Ég veit ekki, hve lengi ég svaf, en skyndilega vaknaði
ég í dögun við há högg, sem mér heyrðust barin á hurðina.
Ég settist upp og hlustaði. Var þarna einhver, sem
vildi finna mig? Ég hafði engan beðið að kalla á mig um
morguninn. En nú komu höggin aftur, enn þá hærri og
meira bjóðandi.
Ég skreiddist út úr rúminu, skjálfandi í þunnum nátt-
fötunum og flýtti mér til dyranna og opnaði hurðina hægt,
en þar var ekki nokkur maður, svo að ég þrýsti henni
aptur, leið í skapi. En þegar ég var rétt að skríða upp í
rúmið aptur, komu höggin enn á ný. Þóttist ég þá verða
að svara og kallaði hátt:
,,Já, hver er þarna?“
„Móðir!“
Það var aptur rödd barnsins míns.
„Móðir, farðu, — farðu þegar og aðvaraðu þau öll, sem
i