Morgunn - 01.06.1944, Qupperneq 65
M O R G U N N
61
Jafnvel þótt þú sért miðill fyrir algeran trans, og hafir
enga hugmynd um hvað stjórnandi þinn segir og gerir
á fundinum, er hann að nota heila þinn á mjög líkan hátt
og þú værir að þjálfa þig fyrir meðvitandi eða hálf-með-
vitandi trans. 1 síðastnefnda ástandinu getur þú ýmist
hindrað orðsendingarnar með rengingum og mótspyrnu,
eða þú getur greitt fyrir þeim með því að endurtaka fljótt
og fúslega með vörum þínum það sem stjórnandinn er bú-
inn að þrýsta inn í huga þinn. Skynsamlegt samstarf og
fúsleiki léttir leiðtoganum erfiðið. Þegar um meðvitundar-
lausan trans er að ræða, verður leiðtoginn að vinna allt
erfiðið: Þrýsta orðsendingunum inn í heila þinn og láta
lungu þín, raddbönd, tungu og varir senda hana áfram án
sjálfsvitandi hjálpar frá þér.
Þegar leiðtoginn er búinn að ná leikni í að þrýsta inn
í huga þinn lýsingum af mönnum, sem hafa sannanagildi,
fer hann að reyna að koma í gegn um þig orðsendingum
frá þeim, en svo að það verði að gagni verður hann að geta
notað sálræna heyrn þína, nema um orðsendingar sé að
ræða, sem unnt er að setja fram í myndum.
Nú skulum við gera ráð fyrir að framliðna konan
— sem vill ná sambandi við jarðneskan eiginmann — óski
að segja honum, í sannanaskyni, að hún hafi horft á litla
drenginn sinn á jörðinni vera að skoða mynd af sér, móð-
urinni. Þá gæti leiðtoginn sýnt mynd af drengnum, þar
sem hann stendur fyrir framan mynd móður sinnar. En
mörgum orðsendingum er ómögulegt að koma í gegn,
nema með því að nota orðin sjálf.
E. t. v. er þér ekki ljóst við hvað ég á, þegar ég tala
um sálræn skilningarvit eða sjón.
Ég álít að öll líkamleg skilningarvit vor, svo sem sjón,
heyrn, snerting, ilman og jafnvel bragð, eigi sínar sál-
rænu hliðstæður; þ. e. a. s. að sálarlíkaminn, sem vér eig-
um að starfa í eftir andlátið (og sem vér getum lært að
þekkja þegar í jarðlífinu), sé gæddur samskonar skilning-
arvitum, sem svari til hinna líkamlegu skilningarvita, og