Morgunn - 01.06.1944, Qupperneq 75
M O R G U N N
71
Þegar hún kom inn í herbergið, sem var mjög stórt, sá
hún í öðrum enda þess standa lítið barn.
Það var hér um bil fimm ára gömul stúlka, klædd í brún-
ar vinnubuxur, sem voru bundnar með bláum linda undir
handarkrikana. Hún stóð þarna, neri saman höndum og
stundi, eða krafsaði með litlu fingrunum á sama blettinn
á gólfóbreiðunni, meðan tárin hrundu niður andlit hennar
og litli líkaminn titraði af ekka.
Frú Davis varð orðlaus í svip af undrun og stór kyr
um stund. Þá gekk hún í áttina til litlu stúlkunnar og kall-
aði:
„Elsku litla stúlkan, hvað er að þér“?
En litla stúlkan virtist engan gaum gefa orðum hennar
og hélt áfram sínu undarlega framferði. Þá gekk frú Da-
vis þvert yfir herbergið til hennar og spurði:
„Segðu mér, litla mín, hversvegna þú ert að gráta og
hvað þú ætlar að gera við gólfteppið“.
En þegar frúin ætlaði að lúta niður og snerta hana, reis
litla stúlkan upp, gróf kjökrandi andlitið í höndum sínum
og hljóp út úr herberginu.
Frú Davis elti hana að dyrunum og leit fram í ganginn,
bæði upp og niður, en sá ekkert til hennar framar.
Það var eins og barnið hefði bókstaflega gufað upp og
hljóðin voru skyndilega hætt. Frú Davis stóð stundarkorn
ráðþrota í dyrunum, en gekk síðan inn í herbergi sitt aft-
ur. Þegar maður hennar kom upp til að hafa fataskifti,
sagði hún honum, hvað gerst hafði, og lét í ljós furðu sína
um hvaða barn þetta gæti verið, þar sem hr. Thompson
hefði sagt þeim, að öll börn þeirra hjóna væru uppkomin
og farin að heiman.
Hr. Davis þótti þetta fremur kynlegt, en gat sér þess til,
að þetta væri barnabarn hjónanna og vegna þess að kona
hans virtist bera mikla umhyggju fyrir barninu, kvaðst
hann mundu spyrja hr. Thompson um barnið og segja hon-
um að eitthvað hlyti að ganga að því.
Þegar þau hjónin voru komin niður í dagstofuna, þar