Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Page 3

Morgunn - 01.12.1950, Page 3
Úr ýmsum áttum Tveir kunnir erlendir kirkjumenn sóttu Island heim á liðnu sumri. Var annar þeirra hinn virðulegi Stokkhólms- biskup Dr. Manfred Björkquist, en hinn próf. 0. Hallesby frá Noregi. Björkquist biskup var einn þeirra sænsku menntamanna, sem sendu út áskorunina til sænsku þjóð- arinnar á þessu ári um að leggja fram fé, til þess að unnt væri að reka vísindalegar rannsóknir á sálrænum (para- psykologiskum) fyrirbærum. Þessir menn eru sennilega ekki spíritistar, þeir segja ekkert um það, en skynsam- lega rannsókn á þessum merkilegu staðreyndum telja þeir aðkallandi. Sennilega mun próf. Hallesby ekki telja slíkra rannsókna þörf. Þó er MORGNI ekki kunnugt um, að nú séu nokkur ummæli eftir honum höfð lík þeim, sem hann birti í heimalandi sínu um próf. Harald Níelsson lát- inn, er hann kom heim eftir hina fyrri Islandsferð sína og var altekinn skelfingu yfir villutrúnni á Islandi. Þýzka tímaritið Die Occulte Welt segir í sumar frá átök- um um sálræn efni í Þýzkalandi. Sálarrannsóknastofnun hefur verið sett í Freiburg, en andstaðan gegn spíritism- anum er mikil. Einn af þingmönnum landsþingsins í Bay- ern kom fram með tillögu um að stofna kennarastól í sál- rænum vísindum við einhvern háskólann í Bayem. Tillag- an var felld á þeirri forsendu, að „geðveikt fólk yrði ekki læknað af geðveiki sinni með því að stofna háskóla- deildir“! Allmargir forystumenn enskra spíritista hafa nýlega birt 6

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.