Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Page 17

Morgunn - 01.12.1950, Page 17
ísleiftur Jónsson Minning. Á mannlífið horfi ég hljóður. — Hví hnípir þú, veiki reyr? Þó geislar um skýjarof skíni, hér skugganna gætir meir. Hér ráfa svo margir í myrkri og mæna í þöglan geim, því systkinin, dauðinn og sorgin, oss sækja flesta heim. Og syrgjendur tárast og trega, þvi trúin er efa háð: Það eru svo fáir, sem finna með fullvissu Drottins náð. Og þó að til sólar menn sjái um svolítið stundar bil í augnabliks hugsæis hrifni af himneskum trúaryl, til lengdar vor lamaði hugur þeim leiftrum ei haldið fær, og þá er sem ljósinu lokist hver leið, sem til vor nær. Ég veit það, að fjölmargir vaka og viðhalda styrkri trú,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.