Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 21

Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 21
MORGUNN 99 leikinn oft valdið óþægindum, ef krafturinn brýzt fram á öllum tímum og án þess að miðillinn fái við ráðið. Þessir fundir voru ekki trance-fundir, heldur skrifaði miðillinn ósjálfrátt, eða ég skrifaði niður það, sem hann heyrði sagt, með dulheym sinni, og veit miðillinn ekki undir neinum sérstökum áhrifum, öðrum en þeim, að hann mundi lítið eða ekkert eftir á af því, sem fram hafði farið, og því, sem hann hafði heyrt eða skrifað. Ykkur kann að finnast einkennilegt, að ég segi hann, en ekki hún um miðilinn, en ég geri það í þetta skipti af ásettu ráði, fyrst og fremst vegna þess, að miðill er karlkynsorð og kemur því, að því er mér finnst, einkenni- lega út að segja hún, jafnvel þótt um kvenmiðil sé að ræða. En í þessari frásögn tel ég það líka heppilegra, til þess að betur megi greina milli þess, er hin framliðna stúlka segir, og þess, sem miðillinn segir. Fundur sá, sem ég ætla að segja ykkur frá í kvöld, var haldinn heima hjá mér föstudaginn 11. október árið 1929, kl. 9 að kvöldi. Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri var við- staddur á fundinum, og vorum við aðeins þrjú á honum, miðillinn, Jónas Þorbergsson og ég. Það var venjulegt ljós í stofunni, lampi í miðju lofti, sem bar ágæta birtu um allt herbergið. Við vissum ekkert okkar, hvernig fund- inum yrði hagað, hvort það yrði almenn skyggnilýsing, og þá væntanlega einhver dulheym, ósjálfráð skrift, beint, eða með stafaborði, sem við notuðum stundum. Við sá- um ekki ástæðu til að deyfa ljósið eða slökkva það, fyrr en séð yrði, hvort þess væri þörf. Niðurstaðan varð sú, að mig minnir eftir fyrirsögn miðilsins, að stafaborðið var notað, þó það væri lang-seinlegasta aðferðin til þess að fá skilaboð, eða hvað það nú yrði. Ljósið var því ekki slökkt eða deyft, en fundurinn fór allur fram í fullu ljósi. Höguðum við þannig til, að á miðju gólfi, beint undir lampanum, var lítið borð, frekar lágt, og á því var stafa- borðið. Féll birtan því beint niður á það, enda var það nauðsynlegt til þess að hægt væri að sjá stafina, sem bent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.