Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 45

Morgunn - 01.12.1950, Side 45
MORGUNN 123 en rithönd miðilsins. Foreldrar Sigrúnar sögðu, er þau síðar sáu bréfið eins og það kom, að rithöndin á því væri mjög lík þeirri rithönd, sem Sigrún skrifaði í lifanda lífi, einkum vissir stafir, sem þau sögðust þekkja sem henn- ar rithönd. Eins og ég minntist á áðan í sambandi við fyrsta bréf- ið, finnst mér það, sem einkum einkennir þessi bréf, vera það, hve eðlileg þau eru og lík því, eins og framliðna stúlkan væri að skrifa heim til sín, ef hún væri stödd einhversstaðar annarsstaðar á landinu, en hreint ekki eins og þau væru komin handan yfir landamæri annars heims. Sumt af því, sem skrifað er handan að, virðist oft yfirfullt af allskonar mjög hátíðlegum og óeðlilegum orðatiltækjum, sem fæstir mundu nota, þegar þeir væru að skrifa ættingjum sínum eða vinum bréf á venjulegan hátt. Slíkt orðalag getur stundum jafnvel orðið til þess að maður fari að efast um að þetta sé raunverulega það fólk, sem maður þekkti áður, og það segist vera, sem sé að skrifa eða koma skilaboðum. Ef maður samt trúir því, bá getur manni oft dottið í hug, að mikið hafi manneskjan breytzt við að fara héðan af jörðinni. En það er einmitt eitt af því, sem venjulega er einna ákveðnast haldið fram, hve lítil breyting verði á fólki, b- e. a. s. andlegu ástandi þess og hæfileikum, þótt það flytjist yfir um. Þótt ég hafi ekki þekkt stúlkuna, sem skrifar þessi bréf, þá virðist manni a. m. k. að hún muni ekki hafa breytzt í þessu efni, og svo hefur foreldrum hennar líka fundizt, að því er þau segja. Ástæðan til þess, að hún eyðir svo miklu af rúminu í fyrstu bréfunum til þess að sanna, að það sé hún, sem sé að skrifa, sem hún auðvitað hefði ekki gert, ef hún hefði verið hér á jörðinni, er sú, að nú veit hún, að sann- anirnar eru nauðsynlegar til þess að foreldrar hennar geti tekið bréfin frá henni gild. En í síðasta bréfiu segir hún hreinlega, að frekari sannanir séu óþarfar, og það er líka

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.