Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 47

Morgunn - 01.12.1950, Side 47
MORGUNN 125 ur nokkuð tíðrætt um í bréfunum. Það er þetta með drykkjuskapinn. Hún hefur megna andúð á honum, m. a. af þeirri ástæðu, að því er hún segir, að þegar menn drekka áfengi meira en góðu hófi gegnir, þá nái ýms ill öfl yfirhöndinni og framliðnir menn njóti áfengisins í gegnum þá, sem þannig drekka of mikið. Hún segist ekki hafa athugað þetta áður en hún fór héðan, en nú segist hún vita það. Þetta kemur alveg heim við það, sem skyggnir menn hafa séð. Þeir segjast oft sjá allskonar ófagrar verur í kringum þá, sem eru mjög drukknir, og þessar verur virð- ast vera í svo nánu sambandi við hina drukknu menn, að þær njóta áhrifanna af áfenginu í gegnum þá, og hafi þá oft áhrif á mennina til þess að halda áfram drykkj- unni, þótt sízt sé á það bætandi. Merkur læknir vestur í Californíu, Dr. Carl Wickland, hafði uppgötvað þetta fyrir löngu, og hafði í meira en þrjátíu ár lækningastöð, þar sem hann læknaði menn af drykkjuskap og hverskonar ásókn, með því að ná sam- bandi, með aðstoð miðils, við hina framliðnu menn, sem voru valdir að ástandi sjúklingsins. Þá gat hann talað um fyrir þeim, fyrir milligöngu miðilsins, og sannfært þá um ástand þeirra, sem hinir framliðnu oft vissu varla um að væri eins slæmt og raun var á, þar til þeir sann- færðust um, að þeir voru á villigötum og voru að gera bæði sjálfum sér og þeim hér á jörðinni, sem þeir ásóttu, stórtjón. Þegar þeir höfðu komizt að raun um þetta, hættu þeir venjulega ásókninni og sjúklingurinn læknað- ist. Það, sem Sigrún segir um þetta í bréfi sínu, er því mjög merkilegt, því að hún hefur áreiðanlega ekki vitað um þetta, er hún var hér á jörðinni, hinsvegar kemur það alveg heim við reynslu Dr. Wicklands, sem hún eða miðillinn hafa sjálfsagt aldrei heyrt getið um. Margt ykkar, sem hér eruð í kvöld, og teljið ykkur þegar hafa fengið fullnægjandi sannanir fyrir framhalds-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.