Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 50

Morgunn - 01.12.1950, Side 50
128 MORGUNN ekki frá sannsögulegum atburðum, og að hver einstakur maður verður að ganga sinn sáluhjálparveg, þann, að læra að skilja, að öll reynsla dauðlegra manna er tímabundin. Ég lærði að skilja, að dauðinn er í því fólginn að sofna og vakna síðan aftur, að hann er innganga í nýjan skóla með víðtækari möguleikum, og að framfarirnar eru und- ir því komnar, að vér höfum lifað jarðlífinu skynsamlega. Ég rannsakaði málið hjá margskonar miðlum, sumir reyndust sannfærandi, en aðrir ekki. Þá gerði ég þá upp- götvun, að konan mín, frú Wickland, bjó yfir hæfileika til að vera óvenjulega góður farvegur fyrir samband við annan heim, og að ójarðneskir andar áttu auðvelt með að hafa samband við mig í gegn um hana. Þessar vitsmunaverur fullyrtu við mig, að raunveru- lega væri enginn dauði til, heldur aðeins eðlileg ferð frá hinum sýnilega heimi til hins ósýnilega, og að þroskaðir andar væru stöðugt að gera tilraunir til að hafa sam- band við dauðlega menn, til þess að fræða þá um þá æðri möguleika, sem bíða mannsandans á þroskabraut- inni. Og þessar vitsmunaverur stafhæfðu við mig, að dauð- inn — lausn andans frá líkamanum — væri svo eðlileg- ur og einfaldur atburður, að meiri hluti þeirra manna, sem deyja, gæti ekki gert sér grein fyrir umskiptunum um lengri eða skemmri tíma, og vegna vanþekkingar sinn- ar á sínum andlega manni, væri þeim gjamt að halda áfram að dvelja við jörðina...... Hundruð anda framliðinna hafa komið og haft samband við mig í gegn um miðilsgáfu frú Wicklands stuttu eftir andlát sitt, stundum fáum dögum eftir það. Þeir hafa lýst reynslu sinni og sagt frá miklum fögnuði sinum yfir nýja umhverfinu, sem þeir lifi í. Aðrir hafa aftur á móti vaknað af dauðadáinu ger- samlega óvitandi um umskiptin, og árum saman hafa þeir lifað sem villtar sálir í þessu þekkingarleysi. Eftir margra áratuga læknisstarf mitt, og sérgrein mín hefur verið geð- sjúkdómar, sálsýki, hefi ég óvefengjanlega gengið úr skugga

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.