Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 51

Morgunn - 01.12.1950, Side 51
MORGUNN 129 um, að þessar villtu sálir eru oft að verki, þegar um geð- veiki er að ræða, glæpi og sjálfsmorð og ýmiskonar óheil- brigt sálarástand. Þessi þáttur sálarrannsóknanna ætti að vekja hinn mesta áhuga þeirra manna, sem fást við geðsjúkdóma, glæpi, þjóðfélagsumbætur eða prestsstarf. Það er öllum opið að rannsaka sambandið við ósýnilegan heim. Sérhver einlæg- ur rannsóknamaður, sem vill reka visindalegar rannsókn- ir á þessum efnum, getur gengið úr skugga um, að sam- bandið milli heimanna er staðreynd. Ef þess er ekki gætt, að þroska og þjálfa miðilsgáf- una á jörðinni, geta ekki hugsanir frá þroskuðum önd- um á æðri tilverusviðum borizt til vor mannanna, og þá getur heldur ekki andlegur þroski jarðarbúa orðið sá, sem annars væru möguleikar til. Mannssálin verður grófari, ef hún leggur ekki stund á að þroska sig í andlega átt, og heimurinn stynur og þjáist, meðan hann skilur ekki það, að lífið á sér æðra markmið en eyðingu, æðra mark- mið en eigingirnina. Það hefur verið sagt, að „þar sem engar vitranir eru, Þar kemst fólkið á glapstigu" (Orðskv. 29, 18). Það er augljóst mál, að meðan vitmennimir beina allri athygli sinni að jarðneskum viðfangsefnum einum og skeyta engu málinu, sem þýðingarmest er: tilgangi lifsins hér í heimi og annars heims, þá mun heimurinn stynja undir martröð allskonar neyðar og þjóðfélagslegra þjáninga. Þá fyrst, er vísindamenn, uppeldisfrömuðir og kirkja og sjálfselskufullir einstaklingar vísa á bug hleypidómum og formyrkvaðri vanþekking þeirri, sem enn ríkir, og snúa sér af alhug að því að rannsaka og leysa lífsgátuna og spurninguna um framhaldslífið, þá fyrst — og ekki fyrr — mun yfir mannkynið renna morgunn meiri siðmenn- ingar, — siðmenningar, sem byggð er á vísindunum um lífið og framkvæmd lífsreglunnar gullvægu: „það, sem þér því viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera.“ Dr. Carl A. Wickland. 9

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.