Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 70

Morgunn - 01.12.1950, Side 70
148 MORGUNN máls er stjórnar sýnilegum og andlegum alheimi. Ef til vill má nefna það „skyldleika lögmálið" (laws of affinity) (samræmis- eða samstillingarlögmál). 1 sýnilegum alheimi opinberast það sem aðsog og frákast, (miðsóknar- og mið- flóttaafl). Það mótar og ákvarðar farbrautir himinhnatt- anna, sólna og sólkerfa, hinna smæstu einda og öll efna- sambönd eru því háð. Á andlegu sviði alheimsins opin- berast verkanir þess í sálrænum tengslum og samböndum. Frá sjónarmiði því, er hér um ræðir, og öðru því, er við- fangsefnið snertir, er auðsætt,að lögmál þetta mótar einn- ig og ákvarðar greinimátt dulrænna skynhæfileika mann- legrar vitundar, en verkanir þess þrengja athafnasvið þeirra verulega og setja skynorku þeirra ákveðin tak- mörk. Þetta er hægt að færa sönnur á með skírskotun til sannaðrar þekkingar á hliðstæðu fyrirbrigði í efnis- heiminum, starfsháttum breytilegra ölduhræringa í rúm- inu, og má í þessu sambandi minna á þær öldutegundir umræddrar geimorku, sem birtast í notkun loftskeyta og útvarps. Þessi merkilega uppgötvun á sviði efnisvísind- anna sýnir svo ótvírætt sem verða má, að vér lifum og hrærumst í straumum og iðusogi slíkra orkuölduhrær- inga ýmissa tegunda. Án þess að vér skynjum þær eða verðum þeirra varir á nokkurn hátt, þjóta þær fram og aft- ur um rúmið með leifturhraða, gegnum efnið, híbýli vor og líkami vora. En hvað sýnir nú þetta? Fyrst og fremst það, að ef vér ætlum að hagnýta oss einhverja sveiflu- tegund þessara ölduhræringa, þá verðum vér að haga oss í samræmi við skyldleikalögmálið, sem sannfærir oss svo ótvírætt um að líkur sækir líkan heim, en vísar hinum á brott. 1 því sambandi sem hér um ræðir, er hagnýting áðurnefnds lögmáls fólgin í því, að vér stillum öldunema útvarpstækisins til samræmis við öldutegund þá, er út- varpsstöðin sendir á, sem vér ætlum að hlusta á, en um leið og þetta hefur tekizt, hættum vér að heyra til allra annarra. Þannig eru staðreyndirnar. Vér skulum nú nota það, er þetta fyrirbrigði í sýnilegum alheimi fræðir oss

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.