Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 78

Morgunn - 01.12.1950, Side 78
156 MORGUNN flutt inn í herbergið, sýnir það veruleik þeirra. Á eitthvað svipaðan hátt virðist faðir minn geta numið og greint hugsanir, sem verkandi í umhverfi mínu.“ (Id. 95—96). Auðsætt er nú, af því, sem hér hefur verið lýst, að þessi atvik eru allt annars eðlis og gjörólík þeim, sem hér ræð- ir um, og þess vegna geta þau ekki á nokkum hátt tal- izt til undantekninga frá áðurgreindri reglu. Það, er Dray- ton Thomas segir oss, varðar ekki að neinu leyti minnis- atriði eða endurminningar þriðju persónunnar, sem hinn fjærstaddi maður þekkir, er sogin hafi verið úr dulvit- und hans, en hafa aðeins að geyma hugsanir hennar, sem beint er til fundargestsins, og skynjaðar í bliki hans af miðlinum. Hann er aðeins móttakandi og nemur þær að- eins vegna þess, að þær hafa um hríð stöðvazt í bliki hans. Hér er því auðsjáanlega um venjulegt fjarhrifa- fyrirbrigði að ræða (telepathy), en að því leyti frábrugð- ið, að hugsanaöldurnar frá sendandanum eru of veikar til þess að fá borizt inn í meðvitimd þess, er þeim er beint til, en áhrif þeirra þó svo skýr, að vitsmunaveru þeirri, sem þama er að verki, er hægt að greina þær og skýra frá þeim. Þó að þetta virðist bæði fróðlegt og athyglisvert í senn frá fræðilegu sjónarmiði skoðað, er ekkert að finna í þessum dæmum, sem snertir viðfangsefni vort, þar sem hugleiðingar vorar snúast aðeins um máttugleika dulvit- undar skynhæfileikanna til að seilast inn í dulvitundir fjærstaddra manna, en ekki móttökunæmi þeirra fyrir aðsendum hugsunum. Þegar nú hefur verið greitt úr þessu atriði hins fræði- lega viðfangsefnis, þá rekum vér oss á annað, sem einnig þarf að leysa. Ég sé þó ekki ástæðu til að endurtaka það, sem þegar hefur verið sagt um eðli fjarhrifafyrirbrigð- anna, né lögmál þau, er þau stjórnist af, en stundum virð- ist svo, sem einstök atvik afsanni og andmæli hinni ramm- lega sönnuðu staðhæfingu um efnisatriði þeirrar þekking- ar, er berst fjarhrifaleiðina til viðtakanda, sem fyrirbrigð-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.