Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 82

Morgunn - 01.12.1950, Side 82
160 MORGUNN mikilvægasta, ekki aðeins vegna þess, að hún skipar skýringartilgátum þeim, sem fjallað hefur verið um inn- an þeirra takmarka, er þeim hæfa, heldur og af því, að hún knýr oss til að álykta, að það sé rétt, að fjarhrif eigi sér stað og gerist, þá gerist þau undir öðrum og gjörólíkum skilyrðum en ætlað hefur verið, skilyrðum, sem gera fjar- hrifakenninguna ónýta og ónothæfa, til þess að rýra gildi spíritistisku skýringuna eða afsanna hana, vegna þess að útilokað er að skynhæfileikar mannlegrar dulvitundar fái aflað sér efniviðar að eigin vild og geðþótta. Telemnesíu- kenningin hefur nú verið sýnd í sínu rétta ljósi, en stað- reyndirnar sýna, að starfs- og athafnasvið hennar hefur nú mjög þrengzt, og að það, er vér nefnum fjarhrif (Tel- emnesia), er orðið að fyrirbrigði, sem sýnir aðeins hæfi- leika til að nema og veita móttöku aðsendum hugsunum úr fjarlægð, og þá aðeins þeim einum, sem eru skýrar og lifandi í huga sendandans, er komizt hefur í sálrænt samband við dulskynjandann eða miðilinn samkvæmt skil- yrðum þeim, er áður greinir. En með þessu er jafnframt viðurkennt, að fjarhrifa- kenningin (Telemnesia) er ekki lengur nothæf orðin til þess að rýra eða afsanna mikilvægar sannanir fyrir per- sónulegu framhaldslífi látinna manna. Það er því auðsætt, enda sannað, að greinimáttur dul- rænna skynhæfileika er takmörkunum háður, og hvað það er, sem skapar þau takmörk, en með því hefur aðalsókn- arvopn andstæðinga vorra verið hrifið úr höndum þeirra, vopn, sem þeir notuðu svo óspart, þegar einhver þau fyr- irbrigði gerðust, sem framkomnar skýringatilgátur nægðu ekki til að ónýta eða afsanna. En það skal tekið fram, að afvopnun þeirra er gerð í fullri vinsemd og af góðum hug.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.