Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Page 6

Morgunn - 01.06.1962, Page 6
2 MORGUNN Útför hennar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík að við stöddu afarmiklu fjölmenni. Síðar var bálför hennar gerð í Fossvogskirkju. Frú Soffía fæddist í Rvík 8. maí 1902, og voru for- eldrar hennar hjónin Haraldur prófessor Níelsson og Bergljót Sigurðardóttir prófasts Gunnarssonar. Stóðu þannig að frú Soffíu merkar gáfuættir, enda bar hún þess á allan hátt merki sjálf. Hún varð sextug fáum dögum fyrr en andlát hennar bar að. Aldurinn varð ekki hár, en mikið starf liggur henni að baki. Hún var aðeins 13 ára gömul, er móðir hennar andaðist. Þá voru yngstu systkinin í frumbernsku, að kalla má, og hafði Soffía, barnung sjálf, að miklu leyti forystu heimilisins, unz faðir hennar kvæntist í annað sinn og frú Aðalbjörg Sigurðardóttir tók við heim- ilisstjórninni. Þótt frú Soffía hefði hlotið góða menntun í skólum, kvaðst hún hafa búið lengst og bezt að því, sem hún hefði lært í heimahúsum af föður sínum. Hún dáði hann mikið og var honum ákaflega lík á marga lund. Þeir, sem þekktu próf. Harald Níelsson, fara um það nærri, hver gæfa það var gáfuðu og námfúsu barni að njóta daglegrar handleiðslu hans .Hún minntist þess jafnan síðar og var sem faðir hennar hyrfi henni naumast úr huga. Baráttu hans þekkti hún náið. Áhugamál hans gerði hún að áhugamálum sínum. Af fjölþættri menntun hans hafði hún notið. f einkalífi varð frú Soffía gæfukona, og engu síður fyrir það, að hún varð að takast á við ýmsa erfiðleika. Hún skoðaði þá ekki sem böl, heldur sem prófraun á manngildi og manndóm. Hún giftist árið 1923 ágætum og mikilhæfum manni, Sveini Sveinssyni framkv.stjóra, og unnust þau hugást- um. Þeim varð fjögurra barna auðið, sem öll eru á lífi hér í heimi, og var frú Soffía þeim mikil móðir. Hún var ættfróð og ættrækin, og ekki aðeins vegna þess að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.