Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Page 28

Morgunn - 01.06.1962, Page 28
24 MORGUNN gætlega skiljanlegt orð, ef skilningur er til á fyrirbrigð- inu, en tilvalið tilefni langvarandi deilna um keisarans skegg að öðrum kosti. Menn verða að gera sér ljóst, að hér er um huglægar staðreyndir að ræða, en ekki rúmlægan efnisheim að jarðneskum skilningi. Ekki væri t. d. úr vegi að tala um „sálrænar bylgjulengdir" í sambandi við þessi mál, og væri þá aðeins valin önnur aðferð til að líkja við það, sem kunnugt er áður. Undarleg er sú andlega formyrkvun, sem gripið getur þetta tvífætta viðundur sköpunarverksins, að rugla sam- an geimferðareynslu Gagarins og Divina Comedia Dantes. Margt virðist líkt með tvífætlingunum strúti og manni, ef því er þá ekki logið upp á strútinn, að hann kjósi þá varn- araðferð að blinda augu sín og treysti fótunum betur til flótta en sóknar. Þessi rituðu orð eru aðeins tilraun til að lýsa og mein- laust að lesa þau. En engum skal ráðlagt að kanna sálar- djúpin leiðsagnarlaust. Hér er andlegu heilbrigði háski búinn, ef ógætilega er farið — kuklað í forvitni án æðri tilgangs eða eigingirni þjónað. „Aðgát skal höfð.“ Hér er í rauninni lífsháski á ferð, ef ekki kemur sjálfkrafa fram leiðsagnarandi sá, sem Jung nefnir „hinn aldna vitr- ing“. Hann birtist oftast sem fyrsti fulltrúi sálardjúp- anna og kemur tíðast fram í vitrun eða draumi, og skal ósagt látið, hvort hann geti borið að í gervi lifandi manns í efnisheiminum. Algengast mun vera að hann birtist í gervi vitrings, en ekki einhlítt. Þetta er sendiboði heil- agra, fulltrúi himnanna, sem leiðbeinir og skýrir, vekur dulda sjón af svefni og gefur fótunum vöxt, svo að þeir standi örugglega fastir á jörðinni, hvað sem á gengur. Það er engum manni vinningur að hanga uppi í háloft- unum og ná hvergi niður. Vitringurinn kemur ekki til sögunnar fyrr en mann- inum er full þörf á og sá þroski fenginn, sem til þarf að glata ekki auðmýkt sinni. Hér munu margir finna löngun til að taka blað frá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.