Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Page 48

Morgunn - 01.06.1962, Page 48
44 MORGUNN „orðið“, „Log'os", hinn sanni „Bodhisattva", holdguð opinberun Guðs. Ljós himnanna vitraði honum náttúr- una, orsök og lækningu þjáningarinnar. Helgisagnir segja frá fæðingu hans, nærfellt 600 árum fyrr en Kristur kom. Þær segja frá því, að meðan móðir hans var þunguð að honum, hafi hún teygt sig upp til að ná í trjágrein, en þá hafi tréð beygt sig niður að henni í tilbeiðslu. Þær segja frá freistingum Búddha í óbyggðunum. Þær segja frá kraftaverkum hans og kenn- ingu hans, þegar hann gekk um, gerði gott og prédikaði vizku og samúð. Þær segja frá síðustu máltíð hans og að þá hafi hann boðið lærisveinum sínum að bera boð- skap sinn öllum heimi. Þegar fyrstu rómversk-kaþólsku kristniboðarnir mættu munkum Búddha mörgum öldum síðar austur í Asíu, féllu þeir í stafi, er þeir sáu, að Búddhamunkarnir voru eins klæddir og sjálfir þeir, voru krúnurakaðir eins og sjálfir þeir, notuðu bænafesti, líka talnabandi sjálfra þeirra, krupu fyrir helgimyndum eins og sjálfir þeir, brenndu reykelsi, sungu bænir við logandi kertaljós og sögðu frá páfa sínum, Dalai Lama, sem kjörinn væri af Guði. Og þó undraði kristniboðana allra mest það, að Búddha- munkarnir trúðu á persónulega sáluhjálp og lögðu stund á andlega þjálfun í þeim tilgangi, að geta orðið eitt með föður-móðursál alheimsins. Nútíma Búddhatrúarmaður segir: „Guð er ekki til. En þetta er aðeins nafn. Andlegt lögmál, leyndardómsfullt og háleitt, ber oss mennina, að brjósti kærleika síns“. Búddhatrúarmenn eru nú um 400 milljónir, og flestir þeirra virðast sammála manninum, sem ég vitnaði til. Hvar, í allri þessari eldgömlu arfleifð mannkyns, finn- um vér stórkostlegri sönnun guðlegrar opinberunar en í trúarbrögðum Gyðinga? Heiðnir menn, engu síður en Gyðingar, hafa laðast að furðuheimi hinnar hebresku Biblíu. Og það, sem meira er, kristnir menn hljóta að trúa á hennar heim, allt frá því er englar birtust Abraham
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.