Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Síða 58

Morgunn - 01.06.1962, Síða 58
54 MORGUNN En þá liggur önnur spurning nærri: Hvernig fær þá faðir og móðir þekkt barnið sitt, er þau misstu t. d. á fyrsta ári, en flytjast e. t. v. ekki yfirum fyrr en 50 ár eru liðin frá þeim tíma? Þar er því til að svara, að á æðra sviði lífsins, þar sem andinn er allt, þekkjast menn fyrst og fremst á andlegum skyldleik; hugurinn ræður þar meiru um en sjálfir andlitsdrættirnir. Vér verðum stund- um þess varir hér á jörð, móðir þekkir fljótt elskaðan son sinn, þótt hann færi frá henni innan fermingaraldurs og hún sjái hann ekki aftur fyrr en fullorðinn og alskeggj- aðan. Sjálft andlitslagið hefir breytzt mikið og er eigin- lega óþekkjanlegt, en brosið frá munni og augum og sá blær ástúðarinnar, sem sálin varpar yfir svipinn, — á því verður ekki villzt. Móðirin þekkir aftur sál drengsins síns, sem skín í gegn um breytt andlitið. Og vafalaust hafa þessar djúpu tilfinningar skyldleikans enn meira vald til þess að móta andlega líkamann en hinn jarðneska. En auk þess er oss beinlínis sagt, að maðurinn hafi það feikn- arvald yfir líkama sínum á æðri lífssviðum, að hann ge.ti tekið á sig hverja þá líkamsmynd, sem hann hafði hér í lífi. Þegar á þurfi að halda, geti hann sýnt sig í barns- mynd eða unglings eða gamals manns, — ef hann hefir komizt á gamals aldur hér í heimi. Þetta kemur mjög heim við þá reynslu, sem fengizt hefir við manngerfingatilraunirnar. Þar kemur í ljós, að fram- liðnir menn hafa mátt á — og oss óskiljanlegt vit á — að mynda það efni, er þeir draga úr líkama miðilsins með svo furðulegum hætti, og gera sér af því stundarlíkama, er þeir sýna sig í til þess að gera vart við sig og láta þekkja sig. Þó skal ég taka það fram, að þó er þeim eðli- legast að taka á sig þá líkamsmynd, er þeir höfðu síðast hér á jörð. — Ég hefi sjálfur séð þetta efni liggja sem hvítt ský fyrir framan fætur miðilsins — eða líkt og of- urfínt hveiti væri að þyrlast til fyrir andvara — og síðan hverja veruna eftir aðra rísa upp úr því og ganga í fullri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.