Morgunn - 01.06.1962, Síða 59
MORGUNN
55
líkamsmynd fram fyrir viðstadda fundarmenn. Sumir
þeirra komu til mín og ég starði inn í augu þeirra. Eftir
litla stund gengu þeir á sama stað, og þar leystust þeir
upp á augnabliki, og þetta hvíta efni hrundi niður á gólf-
ið, eins og fínt hveitmjöl. Og stundum reis óðara ný vera
upp úr því.
Það verða því engin vandkvæði á því, að móðirin geti
þekkt barnið sitt aftur, eða vér ættingja vora yfirleitt.
Henni skilzt fljótt, að barnið hafi vaxið. Það sýnir sig því
fyrst í barnsmynd og bregður síðan yfir sig nokkrum
myndum millistiganna, unz það sýnir sig í eðlilegu ástandi,
og hún venst fljótt við þá mynd þess.
— Enn hefi ég ekki minnzt á nema eina hlið á uppeldi
barna í æðra heimi. Oss er skýrt frá því, að það hafi og
aðra hlið. Bætt er úr reynsluleysi barnsins með því að
láta það fá ýmis konar þekking á jarðlífinu frá æðra lífs-
sviði. Stigin eru fráleitt greind svo algerlega í sundur eins
og oss kann að virðast, meðan vér lifum í þessum jarð-
neska líkama. Framliðnir menn virðast hafa svo margfalt
meiri afskipti af oss en oss grunar. Börnin eru þá líka
látin eiga sinn hlut í þeim afskiptum. Og það ekki ein-
göngu vor vegna, heldur og þeirra sjálfra vegna. Með
þeim hætti öðlast þau töluverða reynslu af jarðlífinu,
sem verður þeim til lærdóms og þroska.
Til dæmis er oss sagt, að þegar barn, sem dó ungt, hefir
náð nokkrum þroska og verið frætt árum saman, sé því
stundum falið að vera verndarandi eða verndarengill barns
hér á jörð. Með því að vaka yfir barni hér á jörð, læri það
sjálft ýmislegt af reynslu jarðlífsins, sem það fór á mis
við.
— Miðillinn frægi frú Everett í Lundúnum var frábær
ritmiðill og raddmiðill og gerði sér aldrei hina dýrmætu
hæfileika sína að atvinnu.Maður hennar og ættmenni vöktu
yfir þeim líf hennar á enda, og hún tók aldrei nokkum
eyri fyrir nokkurn tilraunafund. Hún var svo stödd í líf-