Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Side 62

Morgunn - 01.06.1962, Side 62
58 MORGUNN bók í tveim allmiklum bindum. En sennilegt er, og raunar víst, að bók hennar, There. is no Death: Það er enginn dauði til, muni meira lesin nú en nokkur af skáldritum hennar. 1 þeirri bók segir hún frá merkilegri reynslu sinni af tilraunum með ýmsa frægustu miðla sinna tíma. En af þeirri reynslu gerðist hún sannfærður spíritisti og hik- laus boðberi spíritismans. Auk ritstarfa gerðist hún leik- kona um hríð. Hún var ágætlega menntuð kona, fjölgáfuð og fjölhæf. Á yngri árum eignaðist hún vanskapað barn, stúlku, sem varð ekki nema tíu daga gömul, og var skírð Florence. Hún hafði þá engin kynni af spíritisma og hana grunaði það sízt, þegar vanskapaða, litla stúlkan hennar dó, að tíu árum síðar mundi litla barnið ná sambandi við hana aftur og gera hinar merkilegustu tilraunir til að sanna sig fyrir móður sinni. Frá því segir hún sögu, sem er ævintýri lík- ust, og raunar sannkallað ævintýri, í bók sinni: Það er eng- inn dauði til. Meðan Florence Marryat bar þetta barn undir brjósti, átti hún í miklum erfiðleikum, sem læknar töldu orsök þess, hvernig barnið fæddist. Litla stúlkan bar alveg ein- stæðan vanskapnað. Vinstra megin á efri vörinni var hálfmánalagað op, sem náði inn úr gómnum og aftur í kokið. Þá fáu daga, sem hún lifði, varð að dæla í hana nær- ingu. Lækninum þótti vanskapnaðurinn svo einstæður, að hann kallaði aðra lækna til þess að gefa þeim tækifæri til að sjá hann. Þetta verður að hafa í huga í sambandi við það, sem skáldkonan segir í frásögn sinni. Eftir tíu daga hörmulegt líf andaðist litla barnið, og móðirin, sem þá átti við margs konar erfiðleika í einka- lífi sínu að etja, skrifar: „1 þessum heimi harms og sorga drukknar missir ómálga hvítvoðungs í áhyggjum og erfiði starfsins og baráttunnar. Samt gleymdi ég aldrei veslings litlu stúlkunni minni. E. t. v. einkum vegna þess, að þá var hún eina dána barnið mitt.“ Það var tíu árum eftir þennan atburð, að Florence
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.