Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Síða 90

Morgunn - 01.06.1962, Síða 90
86 MOEGUNN Öllu lífi sínu hafði hún fórnað til þess að stjórna þessu samfélagi og leiða það. Það hefir ekki orðið voldugt al- heimsfélag, eins og hún kann að hafa gert sér vonir um í upphafi. Það hefir um það bil 100 meðlimi. En á dánar- beði sínum var hún enn óhagganlega sannfærð um, að guðdómsröddin, sem hún hafði heyrt, þegar hún var dauðvona að velkjast í öldunum fyrir 50 árum, hafði kall- að hana á hinn rétta veg. Einingin hafði umlukt líf þess- arar konu eins og varnarmúr. Sorgimar höfðu eklci lát- ið á sér standa, en vegna þess, að þær höfðu verið bornar sameiginlega af mörgum, tryggum og samúðarríkum vin- um, höfðu eggjar þeirra deyfzt. Og mátturinn til að hjálpa og bera byrðar annarra, hafði henni aukizt und- ursamlega. Hún gat með sanni verið þess viss, að hinni gömlu og fátæku Jerúsalem hafði nýlendan reynst brunn- ur mikillar blessunar. Hún mátti við ævilokin minnast hópa Gyðingaflóttafólks, sem nýlendan hafði bjargað, bágstaddra pílagríma, sem bjargað hafði verið úr lífs- háska, 500 hungraðra, sem daglega fengu mat í nýlend- unni meðan á hungursneyðinni stóð. Anna Spafford var sannfærð um, að þeir sem ólust upp í nýlendunni, ættu mikinn innri fögnuð, væru hjartahreinir, glaðir, mildir og hamingjusamir í þjónustunni. Og það var henni mikil gleði sjálfri, að um hendur hennar fór mikið af amerísku gjöfunum til bágstaddra í Jerúsalem á styrjaldarárunum (1914—18). Það var henni víðsfjarri, að hrósa sér á dánarbeði af því, sem áunnizt hafði, en með þakklæti minntist hún þess, að í gegn um þetta starf hafði Guð sjálfur sýnt, að vegur einingarinnar er vegur blessunarinnar fyrir mann- kynið. Nýlendan á nú stóra höll skammt fyrir utan Damaskushliðið og sex smærri byggingar. Hún á kamel- dýr og hesta, kýr og geitur, gripahús og engi, olívutré og fíkjutré, búðir og verkstæði. Myndir frá Landinu helga, sem búnar eru til í nýlendunni, eru seldar út um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.